Svaðilfarir við mjólkurflutninga 12. janúar 1975

Jón Ragnar Haraldsson, bóndi í Gautsdal

Föstudaginn 17. september síðastliðinn vorum við Ingi Heiðmar Jónsson á ferð um æskuslóðir hans í Austur-Húnavatnssýslu. Þá heimsóttum við Jón Ragnar Haraldsson, bónda í Gautsdal. Hann flutti þangað með foreldrum sínum árið 1929 þegar hann var 5 ára gamall og hefur búið þar alla tíð síðan.

Jón tók okkur afar vel og féllst á að við hljóðrituðum frásagnir hans. Hann talaði tæpitungulaust og þannig að frásagnir hans njóta sín fyrst og fremst sé hlustað á þær.

Jón er óneitanlega mikið hreystimenni og hefur lítt hlíft sé þótt skrokkurinn sé fremur veikbyggður og reyndar handónýtur eins og hann orðaði það. Hann fæddist árið 1924 og er enn ótrúlega hraustur. Þegar við héldum úr hlaði voru gangnamenn að koma með tugi hrossa til hans sem hann ætlaði að geyma þá um nóttina.

Við sátum hjá Jóni í eldhúsinu. Hann sneri ekki ævinlega að hljóðnemanum og ber hljóðritið þess nokkur merki. en frásögnin var óþvinguð og eðlileg og andrúmsloftið kemst vel til skila. Spyrill auk undirritaðs var Ingi Heiðmar, en þeir Jón þekkjast og Ingi Heiðmar þekkti einnig föður hans.

Þann 12 janúar árið 1975 lenti Jón í ótrúlegum hremmingum þegar hann þurfti að koma frá sér mjólkinni, en færi var þá afleitt vegna snjóa. Áður en sú frásögn hófst vikum við talinu að kveðskap og spurðum hvort hann hefði ekki ort eitthvað eins og margir Húnvetningar. Að lokum leiddist svo talið að dráttarvél sem var lengi á býlinu.


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Árni Gunnarsson

Bráðskemmtilegt og þið eigið skilið hrós fyrir. Jón í Gautsdal er óborganlega skemmtilegur og sígildur klakaklár í okkar tölvustýrða samfélagi akkúratsins. Hann rifjast einhvern veginn sjálfkrafa upp með óreglubundnu millibili fyrir okkur öllum sem höfum náð við hann augn- og talsambandi.

Og svo er vonandi búið í nokkrum skilningi að gera hann ódauðlegan í myndum og máli.

Árni Gunnarsson, 12.10.2010 kl. 23:57

Bæta við athugasemd

Hver er summan af fimm og þremur?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband