Hugsaðu um búskapinn, hættu að daðra ...

Í dag kom út geisladiskurinn "Hugsaðu um búskapinn, hættu að daðra ...". Þar flytur Tíó Blik, sem skipaðer Daníelu Hlinkóvu, slaghörpuleikara, Freyju Gunnlaugsdóttur, klarínettuleikara og Hönnu Dóru Sturludóttur, söngkonu, ljóð Ása í bæ við eigin lög, Oddgeirs Kristjánssonar og Arnþórs Helgasonar. Atli Heimir Sveinsson útsetti lögin af sinni alkunnu snilld.

Ég hef áður vikið að tónleikum, sem haldnir voru í Seltjarnarneskirkju í sumar þar sem hluti þess efnis, sem er á geisladiskinum, var fluttur. Það er skemmst frá því að segja að flutningurinn er hin prýðilegasti og útsetningar Atla Heimis hefja þessi lög í annað veldi en menn hafa þekkt hingað til. Leyfi ég mér að spá því að mörg lögin þeirra Ása og Oddgeirs eigi eftir að hljóma á einsöngstónlekum og tekið verði mið af útsetningum Atla Heimis þegar útsett verður fyrir kóra eða hljómsveitir.

Við Ási í Bæ áttum ævinlega góð samskipti og sem unglingi þótti mér undurvænt um Oddgeir Kristjánsson. Það hríslaðist um mig sælukennd þegar ég hlýddi á flutning laga eins og "Ég veit þú kemur", Sólbrúnir vangar, Heima auk fleiri laga.

Ekki eru öll ljóð Ása á diskinum sem hann samdi við lög Oddgeirs en flest þau bestu. Freyja, sem er sonardóttir Ása hefur staðið einstaklega vel að þessari útgáfu.

Kjartan Sveinsson, kenndur við sigurrós, og Birgir Jón Birgisson hljóðrituðu og hljóðjöfnuðu. Hafa þeir leyst verk sitt prýðilega af hendi.

Aðstandendum disksins eru færðar einlægar heillaóskir í tilefni útgáfunnar. Jafnfram er þeim þakkað fyrir að flytja útsetninguna sem Atli Heimir gerði af þessu tilefni og skilar svo vel efni ljóðsins Fréttaauka.

Telja verður víst að tónlistarunnendur taki þessari útgáfu fegins hendi og er hún einn fjársjóðurinn í menningararfi Vestmannaeyinga og reyndar þjóðarinnar allrar.


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Hver er summan af tveimur og átta?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband