Söngkvöld í Þjórsárveri

Fólk er sælt á söngkvöldum. Ljósmyndari: Harpa Ólafsdóttir

Að kvöldi síðasta sumardags 22. október, var haldin söngvaka í félagsheimilinu Þjórsárveri. Þí stjórnaði Ingi Heiðmar Jónsson. Auk þróttmikils söngs var ýmislegt á dagskrá. Má þar nefna snilldarlega sagðar gamansögur Þrastar Sigtryggssonar og afburðagóðan kveðskap hins ágæta kvæðamanns, Ingimars Halldórssonar, en hlustendur þessarar síðu geta hlýtt á Ingimar undir flokkunum Kveðskapur eða tónlist.

Auk Inga Heiðmars sem lék undir á flygil, stýrðu dætur hans, Halla Ósk og Sigríður Embla, fjöldasöng og léku undir á gítar.

Í farteski okkar Elínar var Nagra Ares-M vasapeli og hellti ég á hann hljóðsýni. Verður það nú birt hlustendum til greiningar. Hér er um að ræða úrvals sýni íslensks fjöldasöngs.


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Arnþór Helgason

Bent hefur verið á að Halla Ósk Heiðmarsdóttir hafi tekið ljósmyndina, en á vél móður sinnar.

Arnþór Helgason, 24.10.2010 kl. 11:31

2 identicon

Öllu er til skila haldið, góði Arnþór, þakka fyrir það og fyrir síðast.

Við Austurbæingar höfum verið að hlusta á diskinn ykkar í dag, til hamingju með hann, þinn hlut, Vestmanneyinga og hlut okkar allra sem unnum góðri tónlist og ljóðum. Og heiti geisladisksins fann ég laginu fyrsta: Hugsaðu um búskapinn, hættu að daðra ...

Kveðja frá Hörpu og Inga Heiðmari

IHJ (IP-tala skráð) 24.10.2010 kl. 18:26

Bæta við athugasemd

Hver er summan af átta og sjö?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband