Lóukvak í nóvember

Síðustu haust hafa verið með mildasta móti og hefur brottför margra fuglategunda seinkað héðan fyrir vikið. Til dæmis voru lóur á vappi á túninu hjá Sigurbjörgu Ólafsdóttur við Lambhaga á Álftanesi framundir jól í fyrra.

Þann fyrsta nóvember í fyrra vorum við Elín á göngu um Suðurnesið og heyrðum það að mikið var buslað og svamlað í Daltjörninni. Var þar hópur fugla og mikið kvakað. Fuglana bar svo í sólina sem var lágt á lofti að Elín átti erifitt að greina hvaða fuglar voru þar á ferð en taldi sig þekkja að þar væru lóur á ferð. Kvakið þótti okkur torkennilegt. Hljóðritinn var meðferðis og var því brugðið upp tveimur hljóðnemum að fanga kvakið. Síðar staðfesti Jóhann Óli Hilmarsson að hér væri um vetrarkvak lóunnar að ræða, en lóan kvakar öðruvísi þá en á vorin og sumrin.

Það er ekki langt síðan við Elín heyrðum í lóunni á Seltjarnarnesi og ef til vill er hún hér enn. Fróðlegt væri að frétta frá hlustendum hvort þeir hafi séð til lóunnar nýlega. Ef til vill væri rétt að reyna að koma sér austur í Friðlandið í Flóa að forvitnast um hvort enn sé þar kvakað.


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Hver er summan af fimm og átta?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband