Níels Árni Lund fer á kostum

Gamanvísur í hágæðaflokki (ljósmynd)

Ég hef þekkt Níels Árna Lund lengi. Sjönunda maí síðastliðinn kom hann á fund í Kvæðamannafélaginu Iðunni og fór með frumortar gamanvísur. Þær hefur hann gefið út á einkar skemmtilegum geisladiski sem hann selur á vægu verði.

Einfaldast er að hafa samband við hann á netfanginu lund@simnet.is og panta hjá honum disk sem kostar 1500 kr.

Njótið heil.


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Bergsson

Þetta var skemmtilegt hljóðrit. Mig grunar að þú hafir verðið með tvo ME62 í þessari upptöku, ekki satt?

En það er nokkuð ljóst að ég þarf greinilega að verða mér út um þennan disk hanns Níels Árna.

Magnús Bergsson, 9.11.2010 kl. 03:52

2 Smámynd: Arnþór Helgason

Sæll, Magnús. Ég notaði tvo Sennheiser ME64. Ég hef aldrei lagt í að nota ME62 í svona þröngt víðóm. Ætti e.t.v. að gera tilraun, en mér finnst þeir henta betur til útihljóðritana og víðrar hljóðmyndar. Í vor var ég orðinn eitthvað brenndur á hljóðtruflunum í Gerðubergi, en oft nota ég þar Shure VP88 víðómshljóðnema sem er næmur fyrir þeim. Sennheiserhljóðnemarnir virðast hins vegar hrinda þeim frá sér.

Arnþór Helgason, 9.11.2010 kl. 07:35

Bæta við athugasemd

Hver er summan af tveimur og núlli?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband