Ķ minningu Hauks Lįrusar Haukssonar

Žrišjudaginn 23. žessa mįnašar greindi Morgunblašiš frį žvķ aš Haukur Lįrus Hauksson, blašamašur og rįšgjafi, hefši lįtist į Landspķtalanum viš Hringbraut 21. nóvember sķšastlišinn eftir įralanga barįttu viš krabbamein.

Haukur var fęddur ķ Reykjavķk 28. jśnķ 1957 og voru foreldrar hans hjónin Edith Olga Clausen hśsfreyja og Haukur Bragi Lįrusson vélstjóri. Hann var yngstur ķ hópi žriggja systkina, en systkini hans eru Elķsabet Hauksdóttir og Karl Pétur Hauksson.

Haukur ólst upp ķ Langholtshverfinu ķ Reykjavķk. Hann bjó ķ Danmörku į įrunum 1980-1987 en žar stundaši hann nįm ķ sįlfręši. Haukur starfaši lengst af sem blašamašur į DV. Į sķšustu įrum starfaši hann sem rįšgjafi ķ almannatengslum hjį fyrirtękinu AP almannatengsl.

Haukur var virkur ķ barįttu sinni viš krabbamein. Hann feršašist mešal annars um landiš meš fyrirlestur um glķmu sķna viš sjśkdóminn. Haukur var einn stofnenda félagsins Framför en žaš stendur fyrir įtakinu Karlar og krabbamein.

Haukur giftist Heru Sveinsdóttur, fótaašgeršafręšingi, 30. desember 1982. Börn žeirra eru Arinbjörn, feršamįlafręšingur, ķ sambśš meš Lįru Sigrķši Lżšsdóttur og Edda Žöll, sjśkrališanemi og starfsmašur į hjśkrunarheimilinu viš Sóltśn.

Leišir okkar Hauks lįgu saman sumariš 2007. Žį fékk ég žaš verkefni į vegum Morgunblašsins aš ręša viš Žrįin Žorvaldsson og fleiri um nżjungar ķ mešferš krabbameins ķ blöšruhįlskirtli. Skömmu eftir aš greinin birtist hringdi Haukur og vakti athygli mķna į żmsum stašreyndum sem snerta krabbamein og fęšuval. Varš aš rįši aš hann kęmi til mķn og ręddi žessi mįl ķ śtvarpsvištali.

Um žetta leyti var ég meš fasta pistla ķ Rķkisśtvarpinu į fimmtudögum og hugšist śtvarpa vištölunum žar. Öšru žeirra var śtvarpaš aš hluta, en öšrum umsjónarmanni žįttarins hugnašist žaš ekki og rauf śtsendinguna įšur en žvķ lauk. Seinna vištalinu var žvķ aldrei śtarpaš. Hins vegar var žaš birt į heimasķšu Krabbameinsfélagsins.

Ég ręddi viš Hauk stuttlega ķ sķma ķ fyrravetur vegna starfa minna į vegum Višskiptablašsins. Hann var žį farinn aš vinna heima. Žrekiš fór žverrandi enda sótti sjśkdómurinn į. Hann sagšist lįta hverjum degi nęgja sķnar žjįningar en hlakkaši jafnan til žess aš fį aš lifa einn dag enn.

Til minningar um žennan ęšrulausa og hugdjarfa barįttumann eru vištölin birt sem hljóšskrįr meš žessari fęrslu.


Skrįr tengdar žessari bloggfęrslu:

« Sķšasta fęrsla | Nęsta fęrsla »

Bęta viš athugasemd

Hver er summan af įtta og sjö?
Nota HTML-ham

Innskrįning

Ath. Vinsamlegast kveikiš į Javascript til aš hefja innskrįningu.

Hafšu samband