Austrið er rautt - upphaf aðventu- eða jólasálms

Hringur Árnason syngur aðventuversið Austrið er rautt

Á fyrsta sunnudegi í aðventu er margs að hlakka til. Jólin eru á næsta leyti og innan skamms fer daginn að lengja að nýju. Þessu og ýmsu öðru fagna Íslendingar með því að njóta birtu marglitra ljósa sem lýsa upp skammdegið.

Árið 2007 söng Hringur Árnason fyrir mig lítið aðventuvers sem ég orti við kínverska þjóðlagið Austrið er rautt sem er bæði ástar og byltingarsöngur. Stefnt er að því að yrkja fullkominn jólasálm innan tíðar við þetta ágæta lag.

Hljóðritið var gert 7. desember 2007. Úti geisaði fárviðri sem glöggt má heyra ef grannt er hlustað. Hljóðritað var með Nagra Ares BB+ og Shure VP88.


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Hver er summan af fjórum og sautján?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband