Rafbíl reynsluekið á Akureyri

Í þættinum Tilraunaglasinu í dag útvarpaði Pétur Halldórsson ökuferð með rafbíl sem Orkusetrið á Akureyri hefur fengið til prófunar.

Bíllinn heitir Mitsubishi MIEV og nú er hann væntanlegur frá franska bílarisanum PSA líka undir heitunum Citroën C-Zéro og Peugeot IOn, nánast óbreyttir. Sjá vefsíðu Orkuseturs,

www.orkusetur.is.

Í bílnum er 47 kílóvatta rafmótor sem samsvarar 64 hefðbundnum hestöflum. Litíum-rafhlaða er í bílnum, 330 volt, og hún á að jafnaði að endast til um 130 km. aksturs. Innan bæjar á vetrum endist hún þó væntanlega mun skemur því kuldinn hefur áhrif og í kuldanum notar fólk miðstöðina meira o.s.frv. Bíllinn er 15 sekúntur að ná 100 kílómetra hraða úr kyrrstöðu og kemst hraðast 130 km. á klukkustund. Hann tekur fjóra í sæti að bílstjóra meðtöldum og farangursrýmið er 166 lítrar. Þessar tölur eru allar sambærilegar við minnstu bensín- og díselbíla nema hvað hámarkshraði þeirra er yfirleitt nokkru meiri. Rafbíllinn er stilltur þannig að hann komist ekki hraðar en þetta.

Pétur notaði Nagra ARES+ hljóðpela og Shure VP88 víðómshljóðnema. Hlustendur eru hvattir til þess að hlusta á hljóðritið í góðum heyrnartólum og skynja um leið það sem gerist innan dyra og utan bílsins.

Slóðin á vef Tilraunaglassins er

http://ruv.is/tilraunaglasid


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Hver er summan af níu og ellefu?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband