Jólaþorpið í Hafnarfirði

Það er dálítið eins og að skreppa í annan landshluta að fara vestan af Seltjarnarnesi suður í Hafnarfjörð. Bæjarbragurinn í Hafnarfirði er á einhvern hátt frábrugðinn Reykjavíkurbragnum, að ekki sé talað um Seltjarnarnes sem er að mestu svefnbær. Að vísu hafa verið byggð úthverfi í Hafnarfirði sem lúta svipuðum lögmálum, en miðbærinn er þó enn á sínum stað og er miðbær.

Við hjónin höfum stundum brugðið okkur í jólaþorpið í Hafnarfirði á aðventunni. Í dag vorum við þar ásamt tengdadóttur okkar og þremur sonarsonum. Sá elsti sá um mið-bróðurinn, Elín um þann yngsta og ég var á ábyrgð tengdadótturinnar.

Skemmtiatriði hófust kl. 15:00 í jólaþorpinu og þar flutti Jólatríóið jólasöngva. Í för með mér var Nagra Ares BB+ hljóðriti og aldraður Sennheiser MD21 hljóðnemi.


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Hver er summan af átta og tuttugu?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband