Andardráttur fjöleignarhúss í óveðri

Þann 17. desember 2010 gekk hvassviðri yfir landið. Þegar ég átti leið um Tjarnarból 14 bárust mér ýmis hljóð sem urðu til þegar vindurinn réðst á húsið. Það hvein í hverri gátt og loftræstingin lét í sér heyra. Hurðir glömruðu í falsinum o.s.frv. Vegna eðlislægrar feimni og þess að málarar voru að störfum, frestaði ég hljóðritun þar til kvöldaði, en þá fór ég á kreik.

Áður en þið farið að hlusta skuluð þið slökkva öll ljós eða loka augunum. Hljóðritað var í myrkri. Ljósglæta barst að utan frá götuljósunum.

Við hefjumst handa á ganginum á 3. hæð, stöldrum svo við á jarðhæðinni og ljúkum síðan ferðinni þar sem hún hófst.

Hljóðritað var með Nagra Ares BB+ og tveimur Sennhyeiser ME62 hljóðnemum

Hljóðritið nýtur sín best í góðum hátölurum eða heyrnartólum.


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Hver er summan af einum og tólf?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband