Fjölbreytni brimsins

Fjölmargir hafa spreytt sig á að ljósmynda síbreytilegt brimið. Það er engu fábreytilegra viðfangsefni að hljóðrita hinar margvíslegu hljóðmyndir þess.

Umhverfis golfvöllinn á Seltjarnarnesi liggur stígur. Í dag milli kl. 16 og 17 fóru fáir um hann. Brimgnýrinn var talsverður. Lágsjávað var og því hljóðin ögn fjarlægari en á flóði, en áhrifin engu síðri og það var líkast því sem við værum víðsfjærri vélaskarkala höfuðborgarinnar, umvafin dulúð rökkursinns sem smám saman varð myrkur. En lengi sást bjarma fyrir roða í vestri.

Skammt sunnan við gamla varðskýlið er dálítið útskot. Þar námum við Elín staðar. Í fyrstu tilraun skar ég ekkert af lágtíðninni en óttaðist að vindurinn truflaði hljóðritið og því skar ég af 100 riðum í seinni hljóðritunum.

Fyrstu tvö hljóðritin eru gerð þannig að ég horfði nær til suðurs og var með Sennheiser ME62 í u.þ.b. 90° uppsetningu. Hljóðrit 2 er gert á sama stað en skorið neðan af 100 riðunum.

Hljóðrit 3 er gert nokkrum metrum norðar og horfði ég þá til vesturs. Ótrúlegt er hvað hljóðið er gjörólíkt.

Að lokum var staðnæmst við Daltjörnina. Þá var sjávarniðurinn orðinn lágur, en þó greindust nokkrar bárur sem skáru sig úr gnýnum.

Þessi hljóðrit njóta sín best í góðum hátölurum eða heyrnartólum.


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Hver er summan af tveimur og sautján?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband