Rjómaís með bjórbragði

Um þessar mundir h efur eini stjórnarmaður Maoíska ísklúbbsins, sem staddur er á Íslandi, kjörið ísbúðina við Laugalæk og Ís-land í Suðurveri við Kringlumýrarbraut í Reykjavík skemmtilegustu ísbúðir Reykjavíkur. Eigendur búðanna eru báðar konur.

Þykir rétt að tilnefna Erluís við Faxafen heilnæmustu ísbúð borgarinnar, en þar fæst sykurskertur eða jafnvel sykurlaus ís.

Einn góðan veðurdag í febrúar, skömmu fyrir kvöldfréttir Ríkisútvarpsins, settumst við niður og gæddum okkur á ís. Stjórnarmaður Maoíska ísklúbbsins fékk sér rjómaís með bjór frá Kalda og kom hann á óvart.

Hljóðriti var í vasanum og var hann dreginn upp. Gjörið svo vel að hlusta á hljóðritið í góðum hljómtækjum eða heyrnartólum og njótið íssins.


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Hver er summan af fjórum og sextán?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband