Greinilegri leiðsögn í strætó

Í gær hitti ég gamlan kunningja minn sem er strætisvagnastjóri. Tókum við tal saman um leiðsögnina í strætó og var hann mér sammála um að hún væri sennilega alls staðar of lágt stillt. Við tókum saman leið tvö sem kom að Hlemmi um kl. 16:20, en þar greindist vart nokkurt orð.

Í morgun, 25. febrúar, tók ég leið 11 austur á Hlemm. Kom vagninn þangað um kl. 09:45. Samkvæmt ábendingu settist ég fremst í vagninn, aftan við bílstjórabúrið, en þar á leiðsögnin að vega greinilegust. Ég greindi nokkurn veginn orðaskil. Fátt ar í vagninum en bílstjórinn hafði útvarpið sæmilega hátt stillt svo að sennilega hefur popptónlistin borist víða um vagninn. Í þessum vagni er leiðsögnin stillt með því hæsta sem gerist. Hún er væntanlega gagnslaus heyrnarskertu fólki og þegar farþegar masa sín á milli.

Þetta hljóðblogg var fyrst og fremst hugsað mönnnum til fræðslu og fróðleiks en ekki itl sem baráttutæki. En lífið er barátta, sagði Mao formaður og því ber að virkja hvað sem er sem getur orðið góðum málstað að liði.

Hljóðritað var með Olympus LS-11 á 44,1 kílóriðum og 24 bitum.


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Hver er summan af þremur og tveimur?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband