Eiríkur formaður eftir Grím Thomsen og Þóri Baldursson

 

á aðalfundi Kvæðamannafélagsins Iðunnar söng Steindór Andersen, formaður félagsins, kvæði Gríms Thomsens um Eirík formann við gítarundirleik Lárusar H. Grímssonar. Lagið er eftir Þóri Baldursson.  Kemur þa út á diski sem ennþá er nafnlaus.  Á þeim diski og í þessu lagi leikur Þórir Baldursson á Hammond-orgel, Guðmundur Pétursson á gítar og Tómas Tómasson á bassa.  Önnur lög á diskinum eru þekkt rímnalög, flest með útsetningum Hilmars Arnar Hilmarssonar. 

„Það efni höfum við verið að flytja á tónleikum víða um Evrópu á undanförnum árum," segir Steindór. „Má nefna Banja Luka í Bosníu, Belgrad, Rovereto á Ítalíu, Berlín, Oxford festival, Cardigan í Wales og síðast vorum við í Lublin í Póllandi.  Ætli ég hafi ekki talið upp alla staðina.  Þar sem við komum í önnur lönd höfum við fengið þarlenda hljóðfæraleikara til að vinna með okkur, venjulega fjóra."

Ástæða er til að vekja sérstaka athygli á meðferð Steindórs á kvæðinu. Hann gætir þess að ljóðstafirnir njóti sín og eru því áherslurnar frábrugðnar því sem hlustendur eiga að venjast í flutningi höfundarins.

 


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Hver er summan af fimm og núlli?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband