Árið 1945 gáfu fóstursystkinin, Helgi Benediktsson, athafnamaður í Vestmannaeyjum og Kristbjörg Þorbergsdóttir, sem þá var matráðskona Landspítalans, Laugaskóla tvær 35 mm kvikmyndasýningarvélar af tegundinni Peerles. Voru vélarnar settar upp í íþróttahúsi skólans og sýningar hafnar um haustið. Svo segir í einni heimild:
Laugaskóla gefnar Kvikmyndavélar
Laugaskóla hafa verið gefnar tvær vélar til kvikmyndasýninga. Voru það Helgi Benediktsson útgerðarmaður í Vestmannaeyjum og Kristbjörg Þorbergsdóttir fóstursystir hans sem færðu skólanum þessa rausnarlegu gjöf. Vélarnar voru sendar til Húsavíkur með skipi og þaðan fluttar til Lauga. Og ekki var lokið höfðingsskap Helga og Kristbjargar því þau báru einnig kostnað af uppsetningu vélanna og þeim lagfæringum sem gera þurfti á þeim, en skólinn greiddi fyrir breytingar sem gerðar voru á Þróttó svo það hentaði til kvikmyndasýninga. Var vélunum fundinn staður á svölum miðhæðar Þróttó og er nú hægt að sýna kvikmyndir í salnum. Kvikmyndasýningar hafa verið tíðar í vetur og Laugamenn verið duglegir að mæta í bíó."
Að sögn Kristjáns Guðmundssonar, sem nú stýrir kvikmyndasýningum að Laugum, voru vélarnar notaðar framundir 1970, en þá hafði ný tækni rutt sér til rúms. Árið 2005 var ráðist í breytingar á íþróttahúsi skólans, samanber heimasíðu hans, http://laugar.is/
Þá var önnur vélin gerð upp og er nú til sýnis í glerskáp. Var hin vélin notuð sem varahlutir.
Gísli Helgason, sem áður hefur birt pistla á þessari síðu, hitti um daginn Þorstein Glúmsson frá Vallarkoti í Reykjadal, en hann man vel eftir því er kvikmyndasýningar hófust á Laugum.
Stefnt er að því að ná tali af Snæbirni Kristjánssyni, sem lengst stjórnaði kvikmyndasýningum á Laugum og forvitnast nánar um uppsetningu vélanna. Í heimildinni, sem vitnað var í hér að ofan, kemur fram að breyta hafi þurft vélunum. Gera má ráð fyrir að það hafi stafað af þeim mismun sem var á rafkerfi Bandaríkjanna og þess er algengast var á Íslandi um þessar mundir.
Færsluflokkar
- Aðventan
- Áramótahljóð
- Birds
- Bílar og akstur
- Bloggar
- Bækur
- Cars and engines
- China
- Dægurmál
- Environmental sounds
- Ferðalög
- Fuglar
- Grímsey
- Heilsa og heilsuvernd
- Heimilishljóð
- Hjólreiðar
- Hringitónar - Ringtones
- Kínversk málefni
- Kínversk tónlist
- Kveðskapur og stemmur
- Lífstíll
- Ljóð
- Lystisemdir lífsins
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Minningar
- Music
- Religion
- Reykjavík
- Samgöngur
- Seltjarnarnes
- Sjórinn
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- Strandabyggð
- Sögur af sjó
- Tónlist
- Trúmál
- Umhverfishljóð
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Útvarp
- Vatnið
- Veitingahús
- Veraldarvefurinn
- Vestmannaeyjar
- Vélar
- Viðtöl
- Vindurinn - The wind
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Water and waterfalls
- Wind
- Þjóðlegur fróðleikur
Bloggvinir
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (9.1.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 65314
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning