Morgunsöngur hefilsins

Ég hafði andvara á mér sunnudagsmorguninn 13. mars 2011, en helsti of lengi. Ég undirbjó allt kvöldið áður, hlóð rafhlöðurnar og setti hljóðnema í vindhlíf. Leiðslur voru tengdar.

Ég hugsaði mér til hreyfings kl. 06:30 en þá ók bíll framhjá eftir Nesveginum. Klukkan varð sjö og síðan hálf átta. Þá drattaðist ég fram úr og um kl. 8 var hljóðneminn kominn út á svalir. Þar sungu fuglarnir sem aldrei fyrr.

Ég byrgði allar gættir sem vissu í suður og ýtti hljóðritanum í gang. En Adam var ekki lengi í Paradís. Eftir Nesveginum kom hefill akandi og ruddi burtu snjó því að það hafði snjóað alla nóttina og næsta klukkutímann hamaðist hann á bílastæðinu við Hagkaup svo að svangir ökumenn gætu keypt handa sér og sínum í matinn.

Til er um klukkustundar langt hljoðrit af þessu, en hér er upphafið.

Notaður var Nagra Ares BB+ og Shure VP88 hljóðnemi.


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Hver er summan af átta og tíu?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband