Hestagerði eða hestaskjól

Hestaskjól í Reykhólasveit

Fyrir nokkru ræddi ég við merkisklerk á Norðurlandi, mikinn dýravin. Sagðist hann þá skömmu áður hafa farið sunnan úr landi norður yfir Holtavörðuheiði og þvælst síðan yfir nær ófærar heiðar allt til þess að hann náði háttum á prestsetri sínu. Í Húnavatnssýslum, sem hann lýsti sem miklum órofasléttum, sá hann fjölda hrossa sem reyndu að hama sig en gátu hvergi leitað skjóls fyrir ofviðrinu. Blöskraði honum mjög sinnuleysi eigandanna sem ekki hefðu erft alúð Ásmundar, bónda á Bjargi, föður Grettis hins sterka. Sagðist klerkur ætla að rita um þetta grein þegar sér rynni reiðin. Var honum þá bent á gamla latneska orðtækið, "Ira furor brevis est" (Reiðin er eitt stutt æði).

 

Þessi reiðilestur klerksins minnti mig á að við Elín sáum mannvirki nokkur á leið okkar um Reykhólasveit 25. júní árið 2009. Voru þau gerð úr bárujárni og augsýnilega hestagerði eða skjól. Reyndar fór það vart á mili mála því að nóg var af hrossataði við gerðið sem við skoðuðum og fjöldi flugna.

 

Hljóðumhverfið var sérstakt. Innlögnin var hvöss og það hvein í bárujárninu. Ég geri mér ekki grein fyrir hvort suðið sem heyrist í hljóðritinu, stafaði frá gróðrinum eða hvort um bilun í leiðslu var að ræða.

Ljósmyndina tók Elín Árnadóttir.

 

 


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Hver er summan af tíu og sautján?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband