Merk tímamót

Í gærkvöld hélt Sinfóníuhljómsveit Íslands síðustu tónleika sína í Háskólabíói og í morgun flutti hljómsveitin í Hörpu.

 

Í tilefni þessa var haldið með Nagra Ares-M hljóðpela í Háskólabíó í gær og síðasta verkið hljóðritað. Með þessari færslu eru birtar síðustu þrjár mínútur fyrstu sinfóníu Jóhannesar Brahms, en þar koma fram ýmis einkenni hljómsins í húsinu. Í kynningunni, sem var hljóðrituð í dag með Røde NT-2a er einkennum hljómsins lýst og þar á meðal ákveðinni bjögun sem ritstjóri þessarar síðu hefur ítrekað orðið var við.

 

Sinfóníuhljómsveit Íslands eru fluttar einlægar árnaðaróskir og undirritaður hlakkar mjög til hljómleikanna 4. maí.

 

 


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Hver er summan af einum og fjórum?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband