Fimmtugasti passíusálmur kveðinn - heimsfrumflutningur

Á föstudaginn langa, 22. apríl 2011, fluttu 10 leikmenn 30 Passíusálma Hallgríms Péturssonar í Selfosskirkju. Þá kvað sigurður sigurðarson, dýralæknir, 6 sálma við fornar, íslenskar stemmur og er það í fyrsta sinn sem það er gert, svo að vitað sé.

Í viðtali við ritstjóra síðunnar greinir Sigurður frá ýmsu sem tengist flutningnum. Síðan er fluttur 50. sálmur.

Viðtalið var hljóðritað með Olympus LS-11 en sálmurinn með Nagra Ares BB+ og shure VP88. Upprunalegu hljóðritin eru á 24 bitum.

Hjálparhella mín var sem endra nær eiginkona mín, Elín Árnadóttir.


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Bergsson

Þetta er stórskemtilegt Arnþór. Það væri gaman að heyra meira af þessu.

Því er heldur ekki að leyna að VP88 er ágætur til síns brúks.

Magnús Bergsson, 24.4.2011 kl. 13:46

Bæta við athugasemd

Hver er summan af einum og sextán?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband