LÍÚ sagt stríð á hendur

Útifundur var haldinn á Austurvelli í dag í tilefni fyrsta maí. Í ræðu sinni sagði Signý Jóhannesdóttir, varaforseti Alþýðusambands Íslands, soðningaríhaldinu stríð a hendur. Fremur góður rómur var gerður að ræðu hennar eins og heyrist á meðfylgjandi hljóðriti. Ekki voru þó allir jafnánægðir. Hópur fólks hafði í frammi ólæti og beindi jafnvel reyk inn á sviðið til þess að trufla ræðuflutninginn. Skrýlslæti geta aldrei orðið hluti kjarabaráttunnar.

Að lokinni ræðu Signýjar hóf hljómsveit að leika og syngja á ensku. Hrökkluðumsv við hjónin þá af Austurvelli og hlustuðum í stað þess á eiginlega kjarabaráttu sem háð var við vesturbakka Reykjavíkurtjarnar. Þar var maður með barn sitt og gáfu öndum og mávum brauð. Þegar barnið og faðirinn héldu á brott skyldu þeir eftir nokkurt góðgæti og varð harðvítug barátta um þessar leifar.

Færra var um manninn á austurvelli en á Ingólfstorgi í fyrra. Enn var íslenskri alþýðu boðið upp á íslenska alþýðutónlist á enskri tungu. Er ekki nóg að sótt sé að íslenskunni á öllum sviðum þótt verkalýðshreyfingin ýti ekki undir hnignun hennar?

Notaður var Olympus LS-11 hljóðriti. Stafalogn var á og því þurfti ekki að skera neðan af tíðnisviðinu.


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Hver er summan af tíu og núlli?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband