Bréf frá ánægðum hlustanda

 

Í dag barst mér ánægjulegt tölvubréf frá Þóri Jónssyni á Ólafsfirði. Það er greinilegt að ýmsir hafa ánægju af Hljóðblogginu og það ýtir einnig undir eðlsu manna og innflutning.

 

 

Heill og sæll, Arnþórr.

 

Þakka þér heilt hljóðbloggin sem ég hlusta á mér til mikillar ánægju

og llíka hitt að nefna með hvaða tækjum þau eru gerð. Ég hef  undanfarin ár unnið við Árbók Ólafsfjarðar og hef tekið viðtöl við  fólk, þar á meðal eldri borgara sem stundum tala ekki mjög skýrt. Ég  hef notað Olympus spóludiktafóna og nú síðast nýkeyptan Olympus S725 sem mér fannst bara góður. Þegar ég hins vegar hlustaði á upptökur  þínar með Olympus LS-11 heyrði ég glöggt að mitt tæki var ekki giska  gott, fór á Netið, skoðaði tæki og bar saman

http://www.wingfieldaudio.com/portable-recorder-reviews.html

 

Einnig Philips spóluhljóðriti á sama verði og Olympus LS-11:

http://www.ht.is/index.php?sida=vara&vara=LFH0388

 

Þar var augljóst að LS-11 var langbestur talinn miðað við verð svo ég pantaði hann frá Sjónvarpsmiðstöðinni. Kostaði tæp 60 þús. Fyrsta viðtalið tók ég svo í gær og svo sannarlega stóðst LS-11 allar væntingar með prýði. Kristaltært hljóð tekið upp úr nægilegri fjarlægð til að viðmælendur gleymdu að upptökutæki var í gangi. Hljóðnemar stilltir á meiri næmni og upptökustyrkur á 7. Ekki spillir að tækið er afskaplega einfalt í notkun og allar valmyndir skýrar og rökréttar svo þær lærast fljótt.

 

Ekki spillir fyrir að hægt er að klippa burt lágtíðnihljóð og upptökusniðin þrjú, PCM, MP3 og WMA - og fjöldinn allur af upptöku- og afspilunarfídusum. Maður sér enga  hliðstæðu nema í miklu dýrari tækjum. Jafnvel þessi sýnist mér ekki  eins fjölhæfur og LS-11

http://emusician.com/daw/emusic_sony_pcm_d1/

 

og kostar þó á Netinu 5,85 sinnum meira ef verðið er rétt.

 

 

Enn og aftur takk.

 

Kveðjur bestar, - ÞJ

--

Þórir Jónsson * Bylgjubyggð 16 * ÍS-625 Ólafsfjörður * Ísland

Netpóstur <mailto:bb16@simnet.is> * Heimasími 466 2211 * Farsími 894 0211

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Hver er summan af þremur og sjö?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband