Morgunkyrrð

Mig hefur lengi langað til að hljóðrita morgunkyrrðina. Stundum berst ómur hafsins að eyrum mér þegar ég kem út á morgnana, en þá er yfirleitt of hvasst til þess að ná skemmtilegu hljóðriti.

Ég ber þær gyllivonir í brjósti að árla morguns mætti hljóðrita fugla af svölunum á Tjarnarbóli 14, en þetta vorið hafa þeir haldið sig fjarri. Það leynist þó ýmislegt í kyrrðinni.

Hljóðneminn greinir ýmislegt sem mannseyrað verður varla vart við. Ætli þyturinn, sem heyrist og virðist grunnur hljóðritsins, sé ekki í vatnskerfi íbúðarhússins? Rétt fyrir kl. 6 í morgun átti geitungur leið framhjá hljóðnemunum. Þá bar að göngugarp og í fjarska mátti heyra í nokkrum fuglum.

Skömmu áður heyrðist í fjarska hvar kona nokkur hélt til vinnu sinnar og síðan heyrðist fólk kallast á. Ekki heyrði ég betur en að um árrisula Taílendinga væri að ræða. Hljóðin berast langt í morgunkyrrðinni.

Hljóðritað var með Røde NT-1A sem stiltur var á áttu og Sennheiser ME-64.

Notaður var Nagra Ares BB+ og SD-302 formagnari.

sér leið


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Hver er summan af fimm og tíu?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband