Eftir að áhöfnin hafði skrýðst hjálmum var haldið af stað. Hjólað var um Seltjarnarnesið og niður á höfn. Þar sem við námum staðar á miðbakkanum mátti heyra hvar togarinn Vigri var sandblásinn úti í Örfirisey, sem eitt sinn hét Effersey og er sennilega kennd við Effers nokkurn, sem hefur væntanlega verið þar kaupmaður.
Örlítil tilraun var gerð til þess að fanga hljóðheiminn umhverfis okkur, þótt einungis væri Olympus LS-11 með í för og gola sem truflaði hljóðritunina.
Þaðan var haldið austur í Laugarnes og lagst þar í guðs grænni náttúrinni. Þangað bárust hljóðin frá Vigra. Sum hljóð berast ótrúlega langt.
Þá var haldið lengra austur á bóginn, farið um Elliðaárhólmana og beygt vestur á bóginn um Fossvogsdalinn út á Seltjarnarnes eftir göngu- og hjólreiðastígum. Sums staðar hafa verið markaðir sérstakir stígar fyrir hjólreiðamenn og aðrir fyrir gangandi vegfarendur. Ótrúlegamargir viða ekki þessi mörk og getur það valdið vissum vandræðum.
Meginflokkur: Hjólreiðar | Aukaflokkar: Reykjavík, Vélar | 28.5.2011 | 23:03 (breytt 29.5.2011 kl. 10:14) | Facebook
Færsluflokkar
- Aðventan
- Áramótahljóð
- Birds
- Bílar og akstur
- Bloggar
- Bækur
- Cars and engines
- China
- Dægurmál
- Environmental sounds
- Ferðalög
- Fuglar
- Grímsey
- Heilsa og heilsuvernd
- Heimilishljóð
- Hjólreiðar
- Hringitónar - Ringtones
- Kínversk málefni
- Kínversk tónlist
- Kveðskapur og stemmur
- Lífstíll
- Ljóð
- Lystisemdir lífsins
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Minningar
- Music
- Religion
- Reykjavík
- Samgöngur
- Seltjarnarnes
- Sjórinn
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- Strandabyggð
- Sögur af sjó
- Tónlist
- Trúmál
- Umhverfishljóð
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Útvarp
- Vatnið
- Veitingahús
- Veraldarvefurinn
- Vestmannaeyjar
- Vélar
- Viðtöl
- Vindurinn - The wind
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Water and waterfalls
- Wind
- Þjóðlegur fróðleikur
Bloggvinir
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 18
- Frá upphafi: 65164
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 14
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Inn í upprunalegri útgáfu þessarar færslu læddist sú meinlega villa að ég hefði fengið Orminn bláa í afmælisgjöf árið 1952, er ég varð fimmtugur. Auðvitað sló út í fyrir höfundi, en hann er nú á sextugasta ári en ekki því hundraðasta og tíunda. Vonar hann vissulega að hann lifi ekki svo lengi. Er Emil Bóassyni þakkaður vandaður prófarkalestur sem einatt fyrr og síðar.
Arnþór Helgason, 29.5.2011 kl. 10:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning