Vestmannaeyjar og Varsjárbandalagið

 

Varsjárbandalagið er einhver skemmtilegasta hljómsveit landsins um þessar mundir. Þótt bandalagið fari frjálslega með sumar laglínur er vart hægt annað en dást að hugmyndaauðgi aðildarfélaganna.

Í dag barst mér frá Guðlaugu Bóasdóttur, vinkonu minni, slóð á myndband þar sem 45 ára gamalt  lag mitt, Vestmannaeyjar, er tekið í gegn að balkneskum hætti. Sjálfur heyrði ég þessa útgáfu 1. apríl síðastliðinn og hló að. Veitti ég fúslega heimild fyrir þessari meðferð sem er í skemmtilegra lagi.

Minnt skal á að Varsjárbandalagið heldur tónleika í Bæjarbíói í Hafnarfirði kl. 20:00 á morgun, fimmtudaginn 2. júní. Má búast við miklu fjöri enda dagskráin fjölbreytt.

http://www.youtube.com/watch?v=E1mcHMSCYpo

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Tónlistin þín mun lifa þig langa tíð.  Hafðu ævarandi þökk fyrir hana. Ég er í raun undrandi á að hún hafi ekki verið adapteruð af fleirum en raun ber vitni, en kannski er framtak Varsjárbandalagsins byrjun sem veit á gott.

Jón Steinar Ragnarsson, 1.6.2011 kl. 20:55

Bæta við athugasemd

Hver er summan af fjórum og tveimur?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband