Í morgun, föstudaginn 24. júní, fórum við Elín á fætur kl 4 og héldum áleiðis að Hvaleyrrarvatni. Í farteskinu var Nagra Ares BB+ hljóðnemi, Blimp vindhlíf með Røde NT-2A og NT-55 í MS-stereó-uppsetningu, tveir Røde NT-1A ásamt ýmsum fylgihlutum.
Vindhlífinni varstillt upp rétt við suðurbakka vatnsins og hafist handa við hljóðritanir um kl. 05:20. Hljóðin voru afar lág og í raun gerðist fátt fyrstu hálfu klukkustundina.
Ég ákvað þá að beina hljóðnemunum ögn frá vatninu enda var meira líf í móunum fyrir ofan vatnið. Ég ákvað jafnframt að setja upp tvo NT-1A hljóðnema í NOS-uppsetningu og nota ekki MS-uppsetninguna enda var stafalogn. Árangurinn varð eins og til var stofnað eða næstum því. fjöldi fugla tók þátt í hljóðritinu. Á meðan ég var að bauka við hljóðnemana settust gæsir á vatnið og fleiri fugla dreif að, þar á meðal nokkra máva. Heyra má í hljóðritinu spjall gæsanna, mávagarg, söng auðnutitlinga, fjaðraþyt hrossagauks auk nokkurra annarra fuglategunda.
Vandinn við að hljóðrita íslensk náttúruhljóð er sá að þau eru yfirleitt fjarlæg og lág. Þo getur styrksviðið verið mikið eins og heyra má á 13. mín. hljóðritsins þear gæsirnar hefja sig til flugs.
Hljóðritið er rúmar 30 mínútur, upphaflega hljóðritað á 24 bitum og 44,1 kílóriðum. Það nýtur sín best ígóðum hljómtækjum eða heyrnartólum.
ENGLISH The lake Hvaleyrarvatn is located south of Hafnarfjordur in Iceland. Some birds are there around. Seaguls, snipes, redwings, blackbirds, plovers, redpollsand many more are to be heard there.
This recording was made on June 24 around 6 o'clock in the morning. Two Røde NT-1A microphones were used and a Nagra Ares BB+. The recording is around 35 minutes. Around min. 13 it is heard when a flock of geeze flies up from the water.
Meginflokkur: Fuglar | Aukaflokkur: Birds | 25.6.2011 | 00:10 (breytt 28.7.2012 kl. 21:10) | Facebook
Færsluflokkar
- Aðventan
- Áramótahljóð
- Birds
- Bílar og akstur
- Bloggar
- Bækur
- Cars and engines
- China
- Dægurmál
- Environmental sounds
- Ferðalög
- Fuglar
- Grímsey
- Heilsa og heilsuvernd
- Heimilishljóð
- Hjólreiðar
- Hringitónar - Ringtones
- Kínversk málefni
- Kínversk tónlist
- Kveðskapur og stemmur
- Lífstíll
- Ljóð
- Lystisemdir lífsins
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Minningar
- Music
- Religion
- Reykjavík
- Samgöngur
- Seltjarnarnes
- Sjórinn
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- Strandabyggð
- Sögur af sjó
- Tónlist
- Trúmál
- Umhverfishljóð
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Útvarp
- Vatnið
- Veitingahús
- Veraldarvefurinn
- Vestmannaeyjar
- Vélar
- Viðtöl
- Vindurinn - The wind
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Water and waterfalls
- Wind
- Þjóðlegur fróðleikur
Bloggvinir
Des. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | 6 | 7 |
8 | 9 | 10 | 11 | 12 | 13 | 14 |
15 | 16 | 17 | 18 | 19 | 20 | 21 |
22 | 23 | 24 | 25 | 26 | 27 | 28 |
29 | 30 | 31 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.12.): 1
- Sl. sólarhring: 7
- Sl. viku: 25
- Frá upphafi: 65298
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 21
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
VÁ! Þetta er dásamleg stemnings-upptaka Arnþór. Ég hef ekki komist í svona líflegan móa í langan tíma, jafnvel í árum talið. Það er mér léttir að heyra svona mikið fuglalíf. Þeir eru þá ekki að hverfa eins og mér hefur fundist. Þarna er lika bergmál hjá máfunum sem ég hélt að væri ekki að finna á þessum stað. Alveg magnað. Það er greinilegt að ég hef leitað of langt yfir skammt í leit af fuglahljóðum. Þetta er ein af þessum upptökum sem maður getur hlustað á aftur og aftur.
Þessi NOS upptaka er lika afar skemmtileg. Steriomyndin er alveg pottþétt. Til hamingu með þetta Arnþór
Magnús Bergsson, 28.6.2011 kl. 00:27
Það hefur verið bent á að hljóðið í mávunum sé dálítið kæft. Það stafar af því að þeir voru bak við hljóðnemana.
Arnþór Helgason, 28.6.2011 kl. 11:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning