Hvellur hrossagaukur

 

Föstudagsmorguninn 24. júní hafði ég verið við suðurbakka Hvaleyrarvatns og hljóðritað frá því kl. 05:20. Elín beið í bílnum nokkru fjær. Þegar klukkuna vantaði 20 mínútur í 7 ákvað ég að færa mig yfir í móana fjær vatninu og reyna að fanga þar hrossagauka í meiri nánd. Hringdi ég í Elínu, en símasambandið var svo slæmt að síminn hringdi einungis. Hún skildi hfyrr en skall í tönnum og kom von bráðar.

Á meðan við færðum okkur úr stað ropaði rjúpa nokkrum sinnum og alveg þar til við höfðum numið staðar.

Meðfylgjandi hljóðrit er frá því kl. 07:05. Notuð var MS-uppsetning með Røde NT-2A og NT-55. Mest ber á hrossagauknum í hljóðritinu. Ýmis smáflygildi koma einnig við sögu og geta hlustendur skemmt sér við að greina þau. Sérstök athygli er vakin á hreyfingunni í hljóðritinu og ítrekað að hljóðritið nýtur sín best í góðum hljómtækjum eða heyrnartólum.

 

IN ENGLISH

 

In the morning of June 24 I had been recording the sounds on the southern bank of the lake Hvaleyrarvatn. At 06:40 I wanted to move to another location and try to catch the sounds of the snipes. I phoned my wife who was waiting in the car some distance away. The communication was so poor that she could not hear my voice but understood that I neede her assistance so she came.

In this recording I used Røde Microphones NT-2A and NT-55 in an MS-stereo setup. They were kept in a Blimp windscreen.

The snipes are heard and sometimes quite close to the microphones as well as other birds which listeners can try to recognize. Please note the movements of the birds. This recording is best enjoyed by listening through good headphones or reasonable loudspeakers.

 

 

 


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Bergsson

VÁ! Til hamingju Arnþór. Önnur stemnings-upptaka frá Hvaleyrarvatni sem verður lengi í minnum höfð.

Þessi MS upptaka er lika ótrúlega skemmtileg. Steriomyndin er alveg pottþétt. Eina vandamálið virðist vera að vindurinn hefur náð í gegn um Blimpinn. Ég á við sama vanda að stríða, ekki síst það sem af er þessu vindasama ári. Við þurfum að þróa þessa uppsetningu svo hún standist betur íslenska veðráttu, bæði fyrir NOS og MS.

Magnús Bergsson, 28.6.2011 kl. 00:36

Bæta við athugasemd

Hver er summan af fimm og níu?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband