Ljósmyndað með 130 ára gamalli vél

Hörður Geirsson tekur ljósmyndir með vél frá árinu 1880, en linsan er frá 1864.

Hörður Geirsson, ljósmyndari og starfsmaður Minjasafnsins á Akureyri, hefur á undanförnum árum tileinkað sér þær aðferðir sem notaðar voru í árdaga ljósmyndunar. Hann ferðast nú um landið og tekur myndir af stöðum sem myndaðir voru eftir 1860. Meðferðis hefur hann bandaríska ljósmyndavél sem smíðuð var árið 1880. Linsan er frá árinu 1864. Hörður er nú að láta smíða svipaða vél og verður hún tilbúin eftir nokkra mánuði.

Myndirnar eru geymdar á glerpötum og við framköllun þeirra þarf ýmiss konar efni sem löngu er hætt að nota við ljósmyndaframköllun. Hörður varð á vegi okkar Elínar við bæinn Teigarhorn í Berufirði í dag, 13. júlí 2011. Í næðingnum tók ég hann tali.

Hljóðritað var með Nagra Ares BB+ og Sennheiser ME62 hljóðnema. Skorið var af 100 riðum vegna vindsins.


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Stórfróðlegt og merkilegt að enn skuli vera hægt að beita þessari tækni sem skilaði skýrari myndum en teknar eru með nýtískugræjum og geymast líka betur. Kannski verður það svo að minnst varðveitist til seinni tíma af þessari miklu upplýsingaöld. Hvað skyldi mikið af gögnum liggja á 5,25" diskettum og hversu margir skyldu eiga tól til að lesa þær?

Þórir Jónsson (IP-tala skráð) 15.7.2011 kl. 00:16

2 Smámynd: Magnús Bergsson

Skemmtilegt viðtal við hann Hörð Geirsson. Það verður spennandi að sjá útkomuna og samanburðin á myndunum hanns og þeim gömlu.

Magnús Bergsson, 15.7.2011 kl. 00:45

Bæta við athugasemd

Hver er summan af níu og tíu?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband