Sláttuvélin í Rjóðri á Stöðvarfirði

Hvað róar hugann meira en ánægjulegt mal sláttuvélarinnar á góðum sumardegi? Ljósmund: Elín Árnadóttir 

Ýmis hljóð tengjast vissum árstíðum. Þegar tekur að heyrast í garðsláttuvélum gera flestir ráð fyrir að sumarið sé komið, enda er þá grasið farið að gróa og fólk að snyrta garðana.

Anna María Sveinsdóttir, húsfreyja í Rjóðri á Stöðvarfirði, slær garðinn með háværri garðsláttuvél, eins og slíkar vélar eiga að vera.

Vakin er athygli á fyrri hluta hljóðritsins. Þar kemur hreyfingin einkar vel fram og er hlustendum eindregið ráðlagt að nota heyrnartól. Þannig nýtur hljóðritið sín best. Þeir sem hafa unun af að hlýða á yndisleik garðsláttuvéla, geta auðvitað hlustað á hljóðritið til enda.

 

Hljóðritað var með Nagra Ares BB+. Notaðir voru Røde NT-1A og NT-55 í MS-uppsetningu.

 

In English

 

Certain sounds belong to a distinguished  part of the year. When the sound of the lawn mowers is heard in towns and villages people know that the summer has come and the grass has started to grow.

Anna María Sveinsdóttir, the mistress of the house Rjóður (Open space; Clearing in a forrest), mowes the grass with a lawn mower which is quite noisy as all these tools should be.

A special attention should be drawn to the first part of the recording where the movements of the mower are heard. Those, who like the sound of a Lawn mower , can listen to the whole recording. Headphones are recommended for the best listening results.

 

The mower was recorded on a Nagra Ares BB+ with Røde NT-1A and NT-55 in an MS setup.

 


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Hver er summan af fjórum og tuttugu?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband