Breiðdalssetur - vaxandi menningar- og vísindastofnun

Erla Dóra Vogler er verkefnastjóri á Breiðdalssetri.

Á Breiðdalsvík er starfrækt Breiðdalssetur. Setrið er til húsa í Gamla kaupfélaginu, en það var byggt árið 1906. Húsið hefur nýlega verið endurnýjað og gert aðgengilegt. Þar er m.a. lyfta á milli hæða svo að flestir sem fara þar um eiga að geta notið þeirra sýninga sem eru í setrinu.

 

Á setrinu eru um þessar mundir sýningar um tvo merka vísindamenn, sem hvor um sig markaði djúp spor í vísindasögu Austfjarða. Á jarðhæð er sýning um Dr. George Walker, breskan jarðfræðing, sem rannsakaði m.a. berglög á Austurlandi og skrifaði um þau merkar vísindagreinar.

 

Á efri hæð hússins er sýning um Dr. Stefán Einarsson frá Höskuldsstöðum í Breiðdal, prófessor, en hann var einn af fremstu málvísindamönnum Íslendinga á síðustu öld. Hann vann mestan hluta ævi sinnar í Bandaríkjunum, en hafði óbilandi áhuga á varðveislu þjóðlegra fræða og varð fyrstur íslenskra fræðimanna til þess að hljóðrita á segulbönd þjóðlegan fróðleik, svo sem frásagnir, vísur og kvæðalög, sem tengdust Breiðdalnum. Þá var hann einn af hvatamönnum útgáfu safnritsins Breiðdælu, sem enn kemur út. Á hluta þessa merka hljóðritasafns má hlusta í Breiðdalssetri ásamt ýmsu öðru sem tengist ævi Stefáns og störfum, s.s. bréfaskriftum þeirra Halldórs Laxness.

 

 

Erla Vogler, verkefnastjóri Breiðdalsseturs, sagði mér frá starfi þess, er ég átti þar leið um ásamt Hrafni Baldurssyni. Þess má geta að á fimmtudagskvöldum er gengið um þorpið á Breiðdalsvík og saga þorpsins rakin.

 

Á heimasíðu setursins eru einnig fleiri upplýsingar, en stöðugt bætist nýtt efni á síðuna.

http://breiddalssetur.is/


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Bergsson

Því miður hef ég ekki getu til að taka svona viðtöl þó ég hafi oftsinnis komist í þá stöðu að vilja það. En þar liggur líklega munurinn á okkur tveimur. Þér sem fagmanni og mér sem áhuganni í hljóðritunum.

Magnús Bergsson, 29.7.2011 kl. 19:04

2 Smámynd: Arnþór Helgason

Viðtalstæknin er einkum í því fólgin að kunna að spyrja spurninga. Gott er að hafa einhverja hugmynd um það sem ræða skal um. Einatt er heppilegt að fá viðmælandanum hljóðnemann í hendur og leiðbeina honum um notkun hans. Skelltu þér í viðtölin, Magnús.

Arnþór Helgason, 29.7.2011 kl. 21:40

Bæta við athugasemd

Hver er summan af þremur og núlli?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband