Iðandi mannlíf og fuglamergð í fjörunni við Gróttu

Sólsetur við Gróttu. Ljósmynd: Elín Árnadóttir 

Eyjan Grótta er eins konar griðastaður vestast í útjaðri Reykjavíkursvæðisins, yst á Seltjarnarnesi. Þar er fræðasetur sem opnað var árið 2000.

Fræðasetrið í Gróttu

Grandi tengir eyjuna við land og fer hann á kaf þegar flæðir að. Í Gróttu og við eyjuna er mikið fuglalíf og er eyjan og nánasta umhverfi eftirsótt til ljósmyndunar.

 

Miðvikudaginn 20. júlí 2011 var yndislegt veður. Um kl. 13:30 hljóðum við tækjum og tólum á Orminn bláa og hjóluðum út að Gróttufjöru. Við stilltum hljóðnemum í MS-uppsetningu í fjöruborðið og námu þeir hljóð fugla, manna og flugvéla auk hins þunga niðar sem er orðinn stöðugur á Reykjavíkursvæðinu.

Hljóðritið nýtur sín best í góðum heyrnartólum. Þá heyrast ýmis aukahljóð sem mannseyrað greinir vart, svo sem smellir í kuðungum og sitthvað fleira.

Glöggir hlustendur geta kannað hvort þeir þekki sjálfa sig, fugla- og flugvélategundir sem við eyru ber. Þá geta þeir látið hugann reika til fyrri tíðar samanber meðfylgjandi efni:

Nánar um Gróttu


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Bergsson

Alveg er þetta dásamlegt hljóðrit Arnþór. Til hamingju með þetta.

Það hefur verið einstaklega lífleg þarna. Ég hef aldrei svo ég muni náð svona góðu hljóðriti á þessum tíma dags. Ég tek eftir því að  mannaskvaldrið skemmir ekkert fyrir. Líklega gerir það hljóðritið enn merkilegra þegar árin líða. Er það greining á viðfangsefni sem ég ætti að fara tileinka mér í mínum upptökum.

Það heyrist greinilega þegar ungar og kollur róta í fjöruborðinu og vatn seytla úr sandinum. Hvar varstu nákvæmlega að hljóðrita þetta á nesinu?

Hvað sem öðru líður þá er bílaumferðin er ekki eins áberandi og mér finnst hún oft vera á þessum tíma dags, en flugrelluumferðin er að venju óþolandi.

Magnús Bergsson, 29.7.2011 kl. 18:58

2 Smámynd: Arnþór Helgason

Við vorum á grandanum miðjavegu millum Gróttu og landsins Seltjarnarmegin.

Arnþór Helgason, 29.7.2011 kl. 21:37

Bæta við athugasemd

Hver er summan af sjö og sex?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband