Að sögn Elínar Árnadóttur, eiginkonu minnar og hjálparhellu í hvívetna, er einn fegursti staður landsins við Fossá í innanverðum Berufirði og nemum við þar gjarnan staðar á ferðum okkar.
Þegar við fórum þar um 8. júlí síðastliðinn tók Elín eftir því að vegur lá upp með ánni að bænum Eyjólfsstöðum í Fossárdal.
Frá bílastæðinu á brekkubrúninni er fögur útsýn yfir Berufjörð og skammt að fossunum.
Fossá rennur úr Líkárvatni og nefnist í fyrstu Líká. Áin fellur í 25 fossum til sjávar í Berufirði innarlega.
Við stóðumst ekki mátið og litum dýrð Fossárfoss. Hljómþungi fossins var mikill og reyndi ég að fanga hann með Røde NT-1A og NT55 í MS-uppsetningu. Ekkert hefur verið skorið af lágtíðninni og er hljóðritið birt hér í 44,1 kílóriðum og 16 bita upplausn. Notaður var Nagra Ares BB+ hljóðriti.
Á meðan ég setti upp búnaðinn bar að hóp þýskra og franskra ferðamanna í hópferðabifreið. Þegar þeir höfðu notið dýrðar fossins og tekið nægju sína af myndum af mér og fossinum biðu þeir í bílnum á meðan ég lauk mér af. Eru þeim færðar einlægar þakkir.
In English
My wife, Elín Árnadóttir, who is my helping hand in so many ways, has always stated that the river, Fossá in Berufjörður, East Iceland, is one of the most beautiful spots in our country. When we stopped there on July 8, 2011, she saw that a gravel road went along the river.
Up on the hill is a magnificient view and nearby is the waterfalls with the heavy and turbulent sound which no one can resist.
While I was setting up my equipment a bus came along with some French and German tourists. After taking some photoes of me and the waterfalls, they waited patiently in their bus until I had finished the recording.
The recording is published here in 44,1 kHz and 16 bits.
A Nagra Ares BB+ was used together with Røde NT-2A and NT55 in an MS-setup.
For more details please have a look at the links above.
Meginflokkur: Vatnið | Aukaflokkar: Water and waterfalls, Ferðalög, Umhverfishljóð | 2.8.2011 | 00:41 (breytt 28.7.2012 kl. 21:02) | Facebook
Færsluflokkar
- Aðventan
- Áramótahljóð
- Birds
- Bílar og akstur
- Bloggar
- Bækur
- Cars and engines
- China
- Dægurmál
- Environmental sounds
- Ferðalög
- Fuglar
- Grímsey
- Heilsa og heilsuvernd
- Heimilishljóð
- Hjólreiðar
- Hringitónar - Ringtones
- Kínversk málefni
- Kínversk tónlist
- Kveðskapur og stemmur
- Lífstíll
- Ljóð
- Lystisemdir lífsins
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Minningar
- Music
- Religion
- Reykjavík
- Samgöngur
- Seltjarnarnes
- Sjórinn
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- Strandabyggð
- Sögur af sjó
- Tónlist
- Trúmál
- Umhverfishljóð
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Útvarp
- Vatnið
- Veitingahús
- Veraldarvefurinn
- Vestmannaeyjar
- Vélar
- Viðtöl
- Vindurinn - The wind
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Water and waterfalls
- Wind
- Þjóðlegur fróðleikur
Bloggvinir
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 13
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 9
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning