Þessi vél gaf upp andann í vor. Að minnsta kosti var ekki talið borga sig að gera við hana og þess vegna er svona til orða tekið. Okkur Elínu kom saman um að kaupa nýja vél og varð fyrir valinu Saeco Black Plus.
Þessi vél malar kaffibaunir eins og hin. Kaffihólfið er minna. Því er haldið fram að vatnsgeymirinn taki hálfan annan lítra. Vélin er heldur vandmeðfarnari en gamli jálkurinn, en venst ágætlega.
Huga þarf að ýmsu þegar vélin er notuð. Allt þarf að falla hvað að öðru eins og flís við rass. Hvorki má vera of mikill korgur í hólfinu né of mikið vatn í hreinsunarbakkanum. Þá þarf að bíða eftir að vélin skoli sig, hafi hún ekki verið notuð í klukkustund. Þrátt fyrir þessa sérvisku vélarinnar teljum við hana hinn vænsta grip.
Það hefur áður verið vikið að því á þessum síðum að ýmis heimilistæki gefi frá sér talsverðan hávaða. Nýja kaffivélin er nokkru lágværari en sú fyrri. Í morgun möluðu þær hvor við aðra, kaffivélin og uppþvottavélin. Skrafið var numið með Røde NT-2A og NT55. Gætið þess að hafa heyrnartólin ekki of hátt stillt. Uppþvottavélin er í raun lágvær en heldur hærra lætur í kaffivélinni.
In English
Recently I and Elín bought a new Coffee-machine, Saeco Black Plus (see link above). The machine together with the dish-washer make some noise in the kitchen and this morning I decided to record their chat. Be careful, when you listen with good headphones, not to set the volume too high. The dishwasher is rather quiet, but the coffee machine makes a lot more noise.
Meginflokkur: Heimilishljóð | Aukaflokkur: Environmental sounds | 5.8.2011 | 23:02 (breytt 28.7.2012 kl. 21:00) | Facebook
Færsluflokkar
- Aðventan
- Áramótahljóð
- Birds
- Bílar og akstur
- Bloggar
- Bækur
- Cars and engines
- China
- Dægurmál
- Environmental sounds
- Ferðalög
- Fuglar
- Grímsey
- Heilsa og heilsuvernd
- Heimilishljóð
- Hjólreiðar
- Hringitónar - Ringtones
- Kínversk málefni
- Kínversk tónlist
- Kveðskapur og stemmur
- Lífstíll
- Ljóð
- Lystisemdir lífsins
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Minningar
- Music
- Religion
- Reykjavík
- Samgöngur
- Seltjarnarnes
- Sjórinn
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- Strandabyggð
- Sögur af sjó
- Tónlist
- Trúmál
- Umhverfishljóð
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Útvarp
- Vatnið
- Veitingahús
- Veraldarvefurinn
- Vestmannaeyjar
- Vélar
- Viðtöl
- Vindurinn - The wind
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Water and waterfalls
- Wind
- Þjóðlegur fróðleikur
Bloggvinir
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 18
- Frá upphafi: 65164
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 14
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning