Bílaþvottastöðin Löður

 

Stundum förum við Elín með sjálfrennireiðina Rebba á bílaþvottastöðina Löður. Mig hefur lengi langað til að hljóðrita atganginn og lét verða af því í kvöld.

Mikill munur er á styrk hljóðanna. Upphafið er mjög hljóðlágt og því eru hlustendur beðnir að missa ekki þolinmæðina. Hljóðritið nýtur sín best í góðum heyrnartólum. Hvorki er tekin ábyrgð á heyrn fólks né hljómtækjum.

Hljóðritað var á 44,1 kílóriðum og 24 bitum. Notaður var Nagra Ares BB+ og Shure VP88 víðómshljóðnemi.

Hljóðin eru skemmtilegri en óloftið.

 

 

IN ENGLISH

 

Sometimes I and Elín bring our car to an automatic car wash. I recorded the process this afternoon as I have long desired.

The beginning is very low so please be patient before switching off.

ÐI used Nagra Ares BB+ and recorded on 24 bits, 44,1 kHz. The Microphone was a Shure VP88.

This recording is best enjoyed with good headphones. The recordist takes no responsibility on hearing damages or destroyed laudspeakers.

 

The sound is better than the smell.

 


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigmar Þór Sveinbjörnsson

Heill og sæll Arnþór, þetta er nokkuð sérstakt að heyra kústana og háþrýstisprautur og blásara vinna sitt verk. Fer einstaka sinnum þarna í gegn en hef aldrei hugsað út í þessi hlóð fyrr. Næst þegar ég fer þarna í gegn tekur maður örugglega eftir hljóðunum.

Einu náttúruhljóðin sem ég hef stundum haf áhuga á að hlusta á er hljóðið í briminu það getur verið mismunandi eftir því hvar og hvernig aldan lendir á ströndinni.

Takk fyrir þetta Arnþór

Kær kveðja

Sigmar Þór Sveinbjörnsson, 13.10.2011 kl. 18:33

Bæta við athugasemd

Hver er summan af níu og átta?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband