flugeldaskothríðin 2011-12

Hljóðbloggið óskar hlustendum gleðilegs árs og árangursríkrar hlustunar á árinu.

Áramótaskothríðin á Seltjarnarnesi virðist við samanburðarrannsóknir nokkru meiri í ár en í fyrra. Nú náði skothríðin hámarki um kl. 23:50 og stóð sleitulaust fram til kl. 00:19. Hljóðritið nær frá því um kl. 23:50-00:04.

Notaðir voru Røde Nt-2A og NT-45 í MS-uppsetningu. Hljóðritað var með Nagra Ares BB+ í 24 bita upplausn og 44,1 kílóriðum.

Hafi hlustendur áhuga á að kynna sér áramótaskothríðina í fyrra er hún í þessum flokki, áramótahljóðum.

IN ENGLISH

Icelanders are worldfamous for their fireworks on New years eve. This recording was started at 23:50 and lasted until 00:04. I used Røde NT-2A and NT-45 in an MS-setup. The recorder is Nagra Ares BB+.


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Bergsson

Þetta er greinilega svipuð skothríð og árið áður.

Án þess að vita hvort þú hafir notað lágtíðni filter í þetta sinn virðist ME62 í fyrra ekki hljóma verr en NT2/NT45.

Magnús Bergsson, 19.1.2012 kl. 11:21

Bæta við athugasemd

Hver er summan af sjö og núlli?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband