Samanburður á íslenskri og kínverskri leiðsögn í almenningsvagni

Öðru hverju hefur á það verið minnst á þessum síðum, hversu bagalegt það er að hljóðleiðsögnin í strætisvögnum er oft lágt stillt. Því var heitið síðastliðið vor að ráðin yrði bót á þessu og styrkurinn samræmdur, en s vo virðist sem fátt hafi orðið um efndir.

Þar sem leiðsögukerfið er einna hæst stillt er á mörkunum að það nýtist og kvarta aldraðir farþegar einatt undan því að þeir heyri lítið. Á móti kemur að heiti biðstöðövanna birtast á skjá sem flestir sjá.

Því hefur verið haldið fram að vagnstjórarnir geti ekki lengur lækkað í kerfinu sjálfir, en grunur leikur á að einhver brögð séu að því að þeir lækki í leiðsögukerfinu. Undirritaður hefur margsinnis bent á að í leið 13 sé ástandið einkar slæmt og nýlega hafa einnig borist spurnir af a.m.k. einum vagni á leið nr 1, þar sem vart heyrist í kerfinu.

Í morgun ók ég með leið 13. Fáir farþegar voru í vagninum. Ég sat fremst hægra megin og greindi vart það sem sagt var. Hlustendur geta reynt að hlusta eftir nöfnum biðstöðvanna sem lesnar voru upp.

Til samanburðar skeytti ég við hljóðriti frá Höfuðborgarflugvellinum í Beijing, sem gert var 31. október, en þá ókum við ferðafélagar með lest frá innritunarsalnum að brottfararsal. Vélarhljóðið í lestinni varmun hærra en í strætisvagninum. Kínverska leiðsögnin var mun skýrari en sú íslenska, en enska talið nokkru lægra, sennilega vegna þess að þulurnn hefur verið fremur hikandi.

Skorað er á lesendur að láta í ljós álit sitt á þessum samanburði.

Hljóðritað var með Olympus LS-11, 16 bitum og 44 kílóriðum á mjög svipuðum styrk.


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Hver er summan af fimm og níu?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband