Klukknaspilið á gömlu járnbrautarstöðinni í Beijing The Chime at the old railway station in Beijing

Hamingjusamur hljóðritariEnnþá hljómar Austrið er rautt

Þeir sem eru kunnugir Hljóðblogginu vita, að lagið Austrið er rautt er lag lífs míns.

Um tíma var þetta lag eins konar þjóðsöngur Kínverja, en árið 1942 var ort ljóð um Mao formann við þennan ástarsöng, sem áður hét "Ríðandi á hvítum fáki" og fjallaði um ungan mann, sem hugsaði til unnustu sinnar, sem hann mátti ekki vera að því að hitta, því að hann var genginn í andspyrnuher kommúnista gegn Japönum. Klukknaspilið á gömlu járnbrautarstöðinni í Beijing leikur ennþá þetta lag. Það hljóðritaði ég þriðjudaginn 3. apríl síðastliðinn kl. 17:00 að staðartíma. Notað var Olympus LS-11 tæki með vindhlíf frá Røde, en snarpur vindur var á þetta síðdegi.

THE CHIME OF THE OLD RAILWAY STATION IN BEIJING

The tune "The East is Red" is the song of my life as those, who have enjoyed this blog, know. First it was a lovesong which later was changed to a song in praise of Chairman Mao Zedong and was for some time a kind of a national anthem in China.

The chimes at the old railway station in Beijing still play this beautiful and magnificent tune. It was recorded on April 3 2012 at 17:00. An Olympus LS-11 was used with a windscreen as it was quite windy that afternoon.


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hér er ágæt frásögn af því hvernig þessi alþýðlegi ástarsöngur varð að næstum þjóðsöng með smá breytingum á textanum. :

http://www.morningsun.org/east/index.html

Lagið varð kallmerki fyrsta gerfihnattar Kínverja árið 1970.

Emil (IP-tala skráð) 10.4.2012 kl. 02:23

2 identicon

Fann upptöku af útsendingu gerfihnattarins Austrið er rautt frá 1970. Lagið sjálf hefst á um 13 sekúndu.

http://www.svengrahn.pp.se/sounds/CHINA1.mp3

Emil (IP-tala skráð) 10.4.2012 kl. 02:32

3 Smámynd: Magnús Bergsson

Sérkennilegur hljómur. Bjallan hljómar eins og það sé brestur í henni.

Magnús Bergsson, 20.4.2012 kl. 11:30

Bæta við athugasemd

Hver er summan af tveimur og tíu?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband