Veðurspáin fyrir aðfaranótt 4. maí 2012 var hagstæð. Spáð var logni og því tilvalið að huga að fuglahljóðritunum.
Á Golfvelli Seltjarnarness er talsvert fuglalíf. Ber þar mest á hvers konar mófuglum, öndum, gæsum og margæsinni, sem hefur viðdvöl á Íslandi til þess að safna kröftum fyrir flugið til Grænlands.
Ég hélt út á golfvöll um kl. 3 eftir miðnætti og kom mér fyrst fyrir norðan við golfskálann. Golan var heldur hvassari en ég hafði búist við. Um 5-leytið flutti ég mig um set og færði mig sunnar. En um það leyti snerist vindurinn meira til suðvesturs. Allan tímann var meiri gola en ég hafði átt von á og markast hljóðritið af henni. Lolhlífarnar dugðu ekki nægilega til þess að einangra vindinn frá Røde NT-2A hljóðnemum, sem ég kom fyrir í A-B-uppsetningu með 43 cm millibili. Þá heyrðist nokkuð í leiðslunum þegar golan rjálaði við þær.
Fuglalífið var auðugt. Heyra mátti í lóu, stelk, maríuerlu, grágæs, öndum, hettumáfi, sílamávi og margæs, sem var ekki fjarri með skvaldur sitt. Þrátt fyrir ýmsa annmarka verður þetta hljóðrit birt hér á vefnum. Hljóðritið hófst um kl. 05:11.
Eindregið er mælt með því að hlustað sé með heyrnartólum.
IN ENGLISH
The weather forecast for the night befor May 4 2012 was nice, calm and therefore quite suitable for recording birds.
The golf course at Seltjarnarnes at the western outskirrts
of the Reykjavik Area, is a home to many speces of birds, as Plowers, Sea pies, Redshanks, Wagtails, Wrens and other small birds, Ducks and graylags, Blackedbacked gulls, Peewits as well as Brant goose which is there in big flocks with their mumbling sound.
The wind was a little stronger than I expected and that affected the recording as the dead chicken couldnt isolate the two Røde NT-2A microphones from the wind which played a little with the cables.
The microphones were set up in A-B stereo with 43 cm spacing. Sounds from flags fluttering in the wind are also heard. The recording started around 05:11 in the morning.
Headphones are recommended for listening.
Meginflokkur: Fuglar | Aukaflokkar: Seltjarnarnes, Umhverfishljóð, Birds | 5.5.2012 | 18:14 (breytt 20.7.2012 kl. 21:53) | Facebook
Færsluflokkar
- Aðventan
- Áramótahljóð
- Birds
- Bílar og akstur
- Bloggar
- Bækur
- Cars and engines
- China
- Dægurmál
- Environmental sounds
- Ferðalög
- Fuglar
- Grímsey
- Heilsa og heilsuvernd
- Heimilishljóð
- Hjólreiðar
- Hringitónar - Ringtones
- Kínversk málefni
- Kínversk tónlist
- Kveðskapur og stemmur
- Lífstíll
- Ljóð
- Lystisemdir lífsins
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Minningar
- Music
- Religion
- Reykjavík
- Samgöngur
- Seltjarnarnes
- Sjórinn
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- Strandabyggð
- Sögur af sjó
- Tónlist
- Trúmál
- Umhverfishljóð
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Útvarp
- Vatnið
- Veitingahús
- Veraldarvefurinn
- Vestmannaeyjar
- Vélar
- Viðtöl
- Vindurinn - The wind
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Water and waterfalls
- Wind
- Þjóðlegur fróðleikur
Bloggvinir
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 13
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 9
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þetta er alveg frábær hljóðritun og fín hljóðm ynd af fuglalífi snemma morguns.
Gísli Helgason, 6.5.2012 kl. 16:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning