Vísur Gísla Ólafssonar um lækinn og Eiríksstaðalækurinn

Laugardaginn 9. júní verður alþýðuskáldið Gísli Ólafsson frá Eiríksstöðum í öndvegi á menningarvöku sem hefst í Húnaveri kl. 14:00. Sitthvað verður þar til fróðleiks og skemmtunar. Ingimar Halldórsson, kvæðamaðurinn góðkunni, kveður nokkrar vísur Gísla. Við Ingimar vorum fengnir til að kveða þar vísur Gísla um lækinn, sem gerðu hann umsvifalaust eitt af dáðustu alþýðuskáldum landsins á sinni tíð. Í gær hljóðrituðum við vísurnar við hina alkunnu  tvísöngsstemmu þeirra Páls Stefánssonar og Gísla, sem gefin var út fyrir rúmum 80 árum og naut mikilla vinsælda. Fylgir hljóðritið þessari færslu ásamt hjali Eiríksstaðalækjarins, en hann var hljóðritaður 17. september árið 2010.

Þegar stemman var kveðin notuðum við tvo Røde NT-2A hljóðnema í ms-uppsetningu, en Eiríksstaðalækurinn var hljóðritaður með tveimur Senheiser ME-62 hljóðnemum með 90° horni. Hljóðritinn var Nagra Ares BB+.

 

 


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Bergsson

Stórskemmtilegt.
Varð að láta þessa færslu á Fésbók

Magnús Bergsson, 8.6.2012 kl. 23:38

Bæta við athugasemd

Hver er summan af níu og sextán?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband