Deildartunguhver, vatnsmesti hver Evrópu

Hljóð hversins eru margbreytileg. 

Deildartunguhver er vatnsmesti hver Evrópu. Hann sendir frá sér 180 lítra af um 100 stiga heitu vatni á sekúndu eða 648 smálestir á klst. Hverinn hefur verið virkjaður að hluta og sér Borgarnesi og Akranesi fyrir heitu vatni. Að öðru leyti er hverinn friðaður.

Mánudaginn 9. júlí var stynningsgola að norðan við hverina, sem mynda Deildartunguhver. Hljóðin voru mismunandi, en einna tilkomumest voru þau á afmörkuðu svæði, þar sem heyrðust alls kyns sullumbull og brestir.

Notaðir voru Røde NT-2A og NT-55 í MS-uppsetningu. Voru þeir hafðir í Blimp-hlíf. Hljóðnemunum var beint niður á við. Hljóðritað var með Nagra Ares BB+ á 44,1 kílóriðum og 24 bitum.

Ljósmyndina tók Elín Árnadóttir.

 

The hot spring of Deildartunguhver

 

Deildartunguhver is the largest hot spring in Iceland and europe, with 180 l/sec, or altogether 648 tons of boiling water per hour. Some of the springs, who form this rich source of warm water, are used to provide the nearby villages with water for central heating. The remaining springs are a preservation zone.

There are various sounds in the hot springs. I found the sounds most interesting at a particular place. Røde NT-2A and NT-55 mics were used in an MS-setup, covered by a Blimp, protected by a „dead cat" due to the strong wind and moisture. The mics were directed downwards.

The photographer was Elín Arnadóttir.

 


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Hver er summan af sjö og núlli?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband