Miðvikudaginn 15. þessa mánaðar var nýr íslenskur talgervill kynntur formlega og hafa birst um það fréttir í fjölmiðlum síðustu daga. Frú Vigdís Finnbogadóttir, verndari verkefnisins, hleypti honum af stokkunum. Um er að ræða karlmanns- og kvenmannsrödd.
Talgervillinn er mikil framför frá því sem notendum talgervils hefur boðist að hlýða á hér á landi. Eftir er að sníða vissa annmarka af talgervlinum. sumt gæti þó verið erfitt að lagfæra í fljótu bragði, en hugbúnaðinn verður hægt að uppfæra og bæta eftir því sem efni standa til.
Hér skulu nefnd nokkur dæmi:
1. Of lítill munur er á hrynjandi eftir því hvort á eftir fer komma eða punktur. Á þetta einkum við um karlröddina.
2. Allmikið ber á svokallaðri p-sprengingu í kvenröddinni í orðum eins og upphrópun. Þar virðist vera um galla í hljóðriti að ræða.
3. Framburður verður nokkuð óskýr ef hert er á lestrinum. Kann það m.a. að stafa af því að lesarar hafi lesið of hægt. Þetta er einkum áberandi í upplestri karlraddarinnar.
4. Þá ber nokkuð á því að síðasta atkvæði í orðum, sem karlröddin les, hverfi að mestu í upplestri.
Þetta eru vissulega smámunir, sem vonandi verða lagfærðir í náinni framtíð. Aldrei verður brýnt nægilega vel fyrir aðstandendum verkefna, sem snúast um málefni fatlaðra, að neytendur séu hafðir með í ráðum á öllum stigum verkefnisins.
Að öðrum mönnum ólöstuðum skal formanni blindrafélagsins, Kristni Halldóri einarssyni, þökkuð sú þrautsegja og útsjónarsemi sem hann hefur sýnt við vinnslu þessa verkefnis. Notendum íslenska talgervilsins er hér með óskað til hamingju með þennan merka áfanga.
Þessari færslu fylgir frétt úr Morgunblaðinu í dag, sem Stefán Gunnar Sveinsson hefur skrifað. Eru lesendur hvattir til að hlusta á báðar raddirnar.
A new Icelandic Speech synthesizer
On August 15 Mrs. Vigdís Finnbogadóttir, former president of Iceland, launced a new, Icelandic speech synthesizer. To this blog is attached an mp3-file containing an article from Morgunblaðið by Stefán Gunnar Sveinsson, read by the new voices.
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkur: Vísindi og fræði | 17.8.2012 | 11:20 | Facebook
Færsluflokkar
- Aðventan
- Áramótahljóð
- Birds
- Bílar og akstur
- Bloggar
- Bækur
- Cars and engines
- China
- Dægurmál
- Environmental sounds
- Ferðalög
- Fuglar
- Grímsey
- Heilsa og heilsuvernd
- Heimilishljóð
- Hjólreiðar
- Hringitónar - Ringtones
- Kínversk málefni
- Kínversk tónlist
- Kveðskapur og stemmur
- Lífstíll
- Ljóð
- Lystisemdir lífsins
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Minningar
- Music
- Religion
- Reykjavík
- Samgöngur
- Seltjarnarnes
- Sjórinn
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- Strandabyggð
- Sögur af sjó
- Tónlist
- Trúmál
- Umhverfishljóð
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Útvarp
- Vatnið
- Veitingahús
- Veraldarvefurinn
- Vestmannaeyjar
- Vélar
- Viðtöl
- Vindurinn - The wind
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Water and waterfalls
- Wind
- Þjóðlegur fróðleikur
Bloggvinir
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 13
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 9
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning