Haustannir hunangsflugna

Apablómin virðast freistandi forðabúr. 

við Hrafn Baldursson á Stöðarfirði, vinur minn til tæpra fjögurra áratuga, höfum oft talað um að nauðsynlegt væri að hljóðrita hunangsflugurnar við Kirkjuhvol á Stöðvarfirði.

Aðfaranótt 26. ágúst síðastliðinn frysti til fjalla og í byggð. Eftir að sólin tók að skína fóru flugurnar á kreik og þegar Hrafn gætti að þeim rétt fyrir kl. 10 um morguninn voru hunangsflugurnar í miklum önnum í apablómunum við útidyrnar á Kirkjuhvoli. Það var því sjálfgert að ná í hljóðnemana og setja þá upp.

Á meðan við settum upp þrífótinn og vindhlífina spígsporaði þröstur umhverfis okkur á þröngum pallinum og eftir að hljóðritun hófst settist hann á þrífótinn.

Í hljóðritinu heyrist þegar þorpið vaknar. Hljóð berast frá höfninni og ýmsar athafnir mannfólksins fara vart framhjá glöggum hlustendum.

 

 

The bumblebees at Stöðvarfjörður, Iceland

 

I and my friend, Hrafn Baldursson at Stöðvarfjörður, Iceland, have often discussed that we should record the bumblebees at the house of his parents in-law, Kirkjuhvoll, which is next to his and his wife‘s house, Rjóður (Nest).

The night before August 26 was a frosty one. But when the sun started shining and the world warmed up the bumblebees starting their industrious work in the ape-flowers close to  the door of Kirkjuhvoll. The microphones were set up and a recording started around 10:00 p.m.

While we were setting up the blimp and connecting the cables a Redwing placed itself on the tripod.

Sounds are heard from the harbour and the human beings also make some sounds, while the village is waking up.

 

 


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Bergsson

Mikið óskapleg er notalegt að leyfa þessu að hljóma lágstemmt í hátölurunum  við í dagasins önn.

Magnús Bergsson, 7.9.2012 kl. 21:44

2 Smámynd: Arnþór Helgason

Það hefði verið skemmtilegra að hljóðrita um mitt sumar. En þetta var nú hreinlega algert smælki við flugnasuðið þitt í síðasta hljóðriti: httpL://fieldrecording.net. Eins og ég sagði við þig um daginn, hef ég aldrei heyrt annað eins.

Annars kemur mér þægilega á óvart hvað margir eru hrifnir af flugnasuðinu, sem birt hefur verið á þessum pistlum.

Arnþór Helgason, 7.9.2012 kl. 22:04

Bæta við athugasemd

Hver er summan af níu og fimm?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband