Friðargangan og Hamrahlíðarkórinn


Friðarganga fór niður Laugaveginn á Þorlálksmessu nú eins og
undanfarna áratugi. Að þessu sinni var hún mjög fjölmenn. Hamrahlíðarkórinn
söng jólasöngva undir stjórn Þorgerðar Ingólfsdóttur og fór fyrir göngunni.

Örlitlum hljóðnemum var komið fyrir í eyrunum og námu þeir

hljóðið. Kórinn liðaðist framhjá í langri röð, en stundum gengum við með honum
og vorum eiginlega mitt á meðal kórfélaga. Hér er örlítið sýnishorn.


 Eindregið er mælt með
að fólk hlusti á hljóðritið í góðum heyrnartólum.


Notaðir voru eyrnahljóðnemar frá Sound Professionals og
Nagra Ares BB+ hljóðriti.



Binaural recording from a Peace Parade in Reykjavik

The Peace Parade was held in Reykjavik on December 23 as the

last 3 decades. The Quire of The College of Hamrahlíð lead the march and sang
some festivalsongs. The conductor was Þorgerður Ingólfsdóttir, who has lead
this quire since 1967. I and my wife joined the procession as sometimes before.

The quire meandered by in a long procession. Sometimes we

walked along with the quire, but we stodd also stil while the quire passed by.

Binaural microphones from Sound Professionals were used together

with A Nagra Ares BB+.

Headphones are recommended.
Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Bergsson

Til hamingju með þetta. Hreinasta snilld Arnþór.
Alveg er það makalaust hvað þetta eru góðir hljóðnemar. Þú hefur líka staðsett þig á mjög skemmtilegum stað meðal söngvara.
Þarna er svolítið sérstakt "bergmál".  Hugsanlega er það ekki bergmál heldur bara smá tímamismunur á milli radda. Kemur bara skemmtilega út.
Hljóðritið hefði annars mátt vera lengra, það er svo skemmtilegt a hlusta á það. Mikið um að vera og ótrúlega góð aðgreining milli rása án þess þó að vanti miðjuna.
 

Magnús Bergsson, 30.12.2012 kl. 23:36

Bæta við athugasemd

Hver er summan af sex og níu?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband