Flugeldaskothríðin 2012-13 - Fireworks 2012-13

Hávaðinn var ærandi.

Á undanförnum árum hef ég hljóðritað áramótaskothríðina. Að þessu sinni virtist mér hamagangurinn hefjast síðar en oft áður vestur á Seltjarnarnesi. Skothríðin hófst um kl. 23:35 og tók að minnka þegar klukkan var 10 mínútur yfir miðnætti. Þéttleiki skothríðarinnar var svipaður og undanfarin ár, þó heldur meiri en í fyrra.

Hljóðritið, sem hér er birt, hófst kl. 23:48 og lauk 16 mínútum síðar. Notaðir voru tveir Røde NT-2A í AB-uppsetningu, þ.e. um 30 cm milli hljóðnemanna og þeir hafðir opnir. Loðfeldir frá framleiðanda voru notaðir. Skorið var af 40 riðum. Styrkurinn er óbreyttur frá upprunalegu hljóðriti.

Það gekk á með hvössum vindhviðum og er það ástæða þess að hljóðritið er heldur styttra – hljóðnemarnir fuku um koll.

Hljóðritað var á 24 bitum, 44,1 kílóriðum með Nagra Ares BB+.

Myndina tók konan mín, Elín Árnadóttir.

 

In english:

 

The fireworks in the Reykjavik area was almost the same as in previous years. It didn‘t last as long as sometimes before.

The recording is a little shorter than expected. As the wind was sometimes rather storng the mics fell. This recording started at 23:48 and finished around 16 minutes later. Two Røde NT-2A were used in an AB-setup. The microphones were covered with a furcode from Røde. The recorder was Nagra Ares BB+.

The photo was taken by my wife, Elín Árnadóttir.


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Bergsson

Gleðilegt ár Arnþór og takk fyrir það gamla.
Þetta er ágætsi hljóðrit. Findið. Það má heyra þjófavarnir bíla fara í gang í hamagangnum.


Magnús Bergsson, 1.1.2013 kl. 16:44

Bæta við athugasemd

Hver er summan af tíu og núlli?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband