Gert að afla Skáldu á Iðunnarfundi 9

Á fundi Kvæðamannafélagsins Iðunnar, 11. janúar 2013, var stjórn félagsins fremur fáliðuð og ollu því meðal annars veikindi. Þá var fyrrum formaður félagsins fárveikur heima og hentu menn gaman að, enda þykir flestum félagsmönnum vænt um Steindór Andersen.

 

Í lok fundar gerði Helgi Zimsen, formaður vísnanefndar, að afla Skáldu, en það skip er gert út á Iðunnarfundum. Aflaðist sæmilega. Í vísunum er getið um Smára Ólason, en hann flutti gott erindi um geisladisk, sem Barbörukórinn hefur nýlega gefið út. Skreytti hann erindið með hljóðdæmum. Þá var Höskuldar Búa Jónssonar að góðu getið vegna vefsíðu Iðunnar, http://rimur.is.

 

Ýmsir hagyrðingar kannast við það sem ort varr um og þá sem ortu. Hljóðritið er birt með leyfi formanns vísnanefndar.


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Hver er summan af níu og níu?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband