Fjögurra ára snót syngur um eldinn

´Gréta Petrína Zimsen

Á fundi Kvæðamannafélagsins Iðunnar 11. janúar síðastliðinn flutti Gréta Petrína, dóttir þeirra Rósu Jóhannesdóttur og Helga Zimsen, lag Tryggva M. Baldvinssonar við ljóð Sveinbjarnar Baldvinssonar úr Þúsaldarljóðum. Hlutar kvæðisins eru Jörð, Vatn, Loft og Eldur. Gréta Petrína, sem er aðeins fjögurra ára, flutti síðasta hluta kvæðisins á myndrænan hátt. Söngur hennar og framkoma heilluðu alla sem á hlýddu.

Ljóðið í heild er á slóðinni

http://www.solborg.is/index.php?option=com_content&view=article&id=450:tusaldarljoe&catid=90:soengbok

ELDUR

Eldurinn logar

langt niðri í jörðu

leitar að opinni slóð.

Æðir um ganga,

grefur sér leiðir,

glóandi, ólgandi blóð.

Spýtist úr gígum

með geigvænu öskri,

grásvörtum bólstrum af reyk.

Leiftrandi steinar,

logandi hraunið,

lifandi kraftur að leik.

En handan við sortann,

háskann og mökkinn,

sem heldimmur leggst yfir ból,

dansar á himni,

dátt yfir landi,

dirfskunnar leiftrandi sól.

Vísurnar voru fluttar árið tvöþúsund af tvöþúsund börnum á Arnarhóli. Frétt um þann viðburð má lesa á mbl.is á eftirfarandi slóð:

http://www.mbl.is/greinasafn/grein/538168/

Hljóðritað var með Nagra Ares BB- og tveimur Røde NT2-A í MS-uppsetningu.


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Skemmtilegt að rekast á svona skemmtilegan og glæsilegan flutning á lagi okkar bræðra.

Bestu kveðjur til söngkonunnar ungu.

Tryggvi M. Baldvinsson

Tryggvi M. Baldvinson (IP-tala skráð) 3.1.2014 kl. 11:34

Bæta við athugasemd

Hver er summan af sex og átján?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband