Fuglar, flugvélar og geðvondur hundur

Veðrið í Reykjavík laugardaginn 16. mars var bjart og svalt. Dálítill andvari gældi við eyrun. Um kl. 14:30 var hitinn við frostmark. Þeir Birgir Þór og Kolbeinn Tumi Árnasynir, 8 og fjögurra ára gamlir, fóru með ömmu og afa niður að tjörn að bæta svolitlu brauði við stærstu brauðsúpu heims. Fuglarnir virtust hafa góða lyst á kræsingunum, en börnunum, sem voru þarna, þóttu svanirnir helsti frekir.
Á eftir var farið inn á lóð leikskólans Tjarnarborgar. Á meðan við stóðum þar við gelti gamall og geðvondur hundur utan við girðinguna.
Eitt einkenni vetrardaga í Reykjavík, þegar kyrrt er veður og heiðskírt, er mikil umferð einkaflugvéla. Þar sem ég beindi sjónum mínum að mestu í suð-austur er greinilegt hvert vélarnar fóru og hvaðan þær komu.
Notaðir voru eyrnahljóðnemar frá Sound Professionals og hljóðritað með Nagra Ares BB+. Ef notuð eru góð heyrnartól virðist hljóðið berast úr öllum áttum.

IN ENGLISH
The 16 March 2013 was a bright day in Reykjavik with some gentle wind which played with my ears. Two of our
grandsons, 8 and 4 years old, went with us to the lake to feed the birds which seemd quite hungry. The children didn't like how aggressive the swans were.
When the bread was finished we went to a plaing-ground nearby. Outside an old and irritated dog was barking.
Bright winterdays in Reykjavik are usually market with the traffic of small aeroplanes. As I was mainly facing south-east it is quite audible where the planes were coming from or heading to.
Binaural mics from Sounds Professionals were used together with a Nagra Ares BB+
If good headsets are used the sound is really omnidirectional.


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Bergsson

Alveg er þetta dæmalaust skemmtileg upptaka Arnþór.
Þessir hljóðnemar eru alveg ótrúlegir.
Ég á alltaf í erfiðleikum með að láta þá hanga í eyrunum á mér. Þess vegna gríp ég sjaldan til minna.

Magnús Bergsson, 17.3.2013 kl. 23:02

2 Smámynd: Arnþór Helgason

Þakka þér fyrir þetta, Magnús. Eini ókosturinn við þessa hljóðnema er sá að þeir eru ofurviðkvæmir fyrir vindi. Þá tekur mig jafnan nokkurn tíma að greiða úr víraflækjunni sem myndast þegar þeir eru settir upp.

Arnþór Helgason, 18.3.2013 kl. 07:47

Bæta við athugasemd

Hver er summan af þremur og níu?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband