Ritan og vorverkin - The Sea Swallow and the spring activities

KRiturnar í Illa bás. Ljósmynd: ToggiKambanes er yst á fjallgarðinum sem skilur að Stöðvarfjörð og Breiðdalsvík. Þar stendur bærinn Heyklif, sem þau Sturlaugur Einarsson og Valgerður Guðbjartsdóttir eiga.
Í dag fórum við Hrafn Baldursson og sóttum þau hjón heim. Erindið var að kanna hljóðumhverfið. Héldum við að Illa bás til að kanna hvort ritan væri sest upp. Nokkrar þeirra voru farnar að huga að hreiðrum sínum og var ákveðið að reyna að fanga skvaldur þeirra og muldur sjávarins. Klettarnir hinum megin bássins eru nokkru hærri og er því hljóðumhverfið nær fullkomið.
Um það leyti sem við settum upp Rode NT-2A og NT-55 hljóðnema í Blimp-vindhlíf fór að kula að norðaustri. Má greina á hljóðritinu að veður fer heldur vaxandi.
Notaður var Nagra Ares BB+ hljóðriti. Hljóðritað var á 24 bitum og 44,1 kHz. Meðhjálparar voru þeir Hrafn og Sturlaugur.
Mælt er með að fólk hlusti með heyrnartólum.
Hljóðritað var í MS-stereó.

INENGLISH

The farm Heyklif is located on the peninsula Kambanes between Stöðvarfjörður and Breiðdalsvík in Eastern Iceland.
Today on April 10 2013 I and my friend, Hrafn Baldursson, went there to visit the farmers there. We wanted to see if the sea swallows had started thinking about their nests.
We went down to the shore, where there is a narrow channel into the coast, called Evil Stall. The cliffs on the opposite side are a little higher and therefore the ambience perfect.
While setting up the Rode NT-2A and NT-55 in a Blimp the wind started blowing from the north-east, which can be heard in the recording.
A Nagra Ares BB+ was used. My helping hands were Hrafn Baldursson and the farmer, Sturlaugur Einarsson.
Photos will be published later.
Good headpphones are recommended.
The recording was made in MS-stereo.


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Hver er summan af fjórum og fjórum?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband