Þrestirnir í Varmahlíð - The Redwings in Varmahlíð

Garðurinn í Varmahlíð á Stöðvarfirði er griðastaður fjölda fugla.Hjónin Sveinn Jónsson og Þórunn Pétursdóttir í Varmahlíð á Stöðvarfirði hafa fóðrað fugla í garðinum hjá sér undanfarin ár. Garðurinn iðar af lífi allt árið um kring.
Í bígerð var að hljóðrita fugla í byrjun mars, en þá skall á slíkt illviðri að ófært varð um allt land.
Að morgni þriðjudagsins 9. apríl 2013 heimsóttum við Hrafn Baldursson þau heiðurshjón og settum upp Röde NT-2A og NT-55 í MS-uppsetningu. Hér eru birt tvö sýni úr tveggja klst hljóðriti. Hið fyrra hófst kl. 09:30 en það síðara kl. 10:30.
Mest ber á skógarþröstum sem heyja harða baráttu um fæðið. Þótt nokkrir snjótittlingar væru innan um og saman við bar ekkert á þeim.
Í síðara hljóðritinu heyrist fyrst í snjótittlingum og undir lokin tyllir einn þeirra sér á hljóðnemahlífina. Skvaldur fýla og hænsna heyrist einnig.
Notaður var Nagra Ares bb+ hljóðriti.
Myndina tók Hrafn Baldursson síðdegis 12. apríl.
Mælt er með að hlustað sé með heyrnartólum.

IN ENGLISH

Sveinn Jónsson and Þórunn Pétursdóttir, who live in the house of Varmahlíð at Stöðvarfjörður, East Iceland, have fead birds in their garden for many years. Their garden is known for many speeces which come there all the year around.
I went there together with my friend, Hrafn Baldursson on April 9 2013 and placed a Rode NT-2A and NT-55 there in an MS-setup. The recording lasted for 2 hours.
The first sample started ad 09:30 and the second an hour later. Redwings were most eye-catching, but there were also some Snow Buntings around and they can be heard in the second sample. One of them took a short rest on the top of the Blimp.
A Nagra Ares BB+ was used.
The photo is by Hrafn Baldursson and was taken in the afternoon on April 12.
Good headphones are recommended.


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Bergsson

Mikið óskaplega er þetta skemmtilegt hljóðrit, þó svo vélaniður heyrist öðru meiginn.
Það heyrist aldrei svona þrastarsöngur í Reykjavík. Sannar líklega það sem áður hefur verið sagt, fuglar syngja ekki eins hvar sem er á landinu.
Ótrúleg lífsgæði að hafa náttúrunna svona við húsið. Eitthvað annað en hér í Reykjavík þar sem það kostar langt ferðalag að komast aðeins í tæri við þögn.

Magnús Bergsson, 14.4.2013 kl. 16:00

Bæta við athugasemd

Hver er summan af átta og sextán?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband