Tónafjöld bæjarlækjarins við Neðri-Rauðsdal - the variety of tones of a little stream

Skvaldur lækjarins er heillandi. Ljósmynd: Elín ÁrnadóttirVið hjónin ferðuðumst um sunnanverða Vestfirði 27.-29. júlí síðastliðinn. Með í för var Unnur Stefanía Alfreðsdóttir. Að morgni 29. júlí hljóðritaði ég bæjarlækinn við Neðri-Rauðsdal. Notaði ég tvo Røde NT-2A hljóðnema í AB-uppsetningu (Omnidirectional).
Eftir það stillti ég hljóðnemana á áttu, þ.e. þeir hljóðrituðu bæði að og frá læknum. Þetta er ekki alls óskylt Blumlein uppsetningu að öðru leyti en því að í Blumlein uppsetningunni er 90° horn milli hljóðnemanna og er annar settur ofan á hinn. Sá efri er látinn snúa að upptökum hljóðsins, sjá http://en.wikipedia.org/wiki/Blumlein_Pair. Árangurinn var stórkostlegur. Í fyrra hljóðritinu er áttu-uppsetningin notuð, hljóðnemarnir standa hlið við hlið og hljóðrita í báðar áttir. Seinna hljóðritið er AB-uppsetning, báðir hljóðnemarnir eru í víðri uppsetningu (omnidirectional). Í bæði skiptin eru um 40 cm á milli þeirra. Í fyrra hljóðritinu heyrist greinilega dýpt og skvaldur lækjarins. Mælt er með góðum heyrnartólum.

In ENGLISH
I and my wife went to the West Fjords in Iceland and travelled around on July 27-29 with our friend, Unnur Stefanía Alfreðsdóttir. In the morning of July 29 I recorded the bubble and singing of the stream at the farm, Neðri-Rauðsdalur. Two Røde NT-2A were used in an omnidirectional Ab-Stereo setup  with 40 cm spacing. Then I changed the configuration to an eight setup, with the same location of the mics. This is a kind of related to the Blumlein Setup except that in Blumlein the mics are close to each other in a 90°setup with one above the other (see http://en.wikipedia.org/wiki/Blumlein_Pair).
The difference was shaking. In the first recording the eight configuration is used and the AB-setup in the second one. Please note the deapth of the eight figured sound and how the deep tones of the spring are getting through. A Nagra Ares BB+ was used.


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Hver er summan af sex og sautján?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband