Kristinn Bjarnason heimsótti okkur þriðjudaginn 9. Ágúst það sama sumar og gaf mér ljóðabók sína. Þá hljóðrituðum við tvíburarnir lestur hans á kvæðinu.
Hér fyrir neðan er kvæðið birt.
Ég hef í hyggju að láta hljóðrita útsetningu fyrir blandaðan kór á næsta vetri ef efni og ástæður leyfa.
Heimaey, þú hafsins gyðja,
hrikaleg en fögur þó,
þér er helguð öll vor iðja,
athöfn jafnt á landi og sjó.
Storkur elds skal rjúfa og ryðja,
rækta flöt úr hrauni og mó.
Framtíð þeirra og farsæld styðja fortíðin sem erfðir bjó.
Allt í kring um Eyja hringinn Ægisdætur bylta sér,
við austanrok og útsynninginn
um þær vígamóður fer,
léttast brýr við landnyrðinginn
löðra þá við klett og sker,
hæglátar við hányrðinginn
hjala milt um strönd og ver.
Heimaklettur, hafnarvörður,
hæzta tignarsvipinn ber,
eins og hann væri af guði gjörður,
gamla ey, að skýla þér.
Brimi varin Vík sem fjörður,
vatnar yfir Básasker.
„Óðinn“, Baldur“, „Bragi“, Njörður“,
Bóls á festum vagga sér.
Athyglina að sér dregur
Eyjartangi, höfði stór,
þar upp liggur vagna vegur,
víðast kringum fellur sjór.
Fuglabjörg á báðar hendur,
brekka grösug ofan við.
Efst þar vitavirkið stendur vermdarstöð um mannlífið.
Fuglamæður fanga vitja
fjölbreytt eru þeirra störf,
aðrar uppi á syllum sitja.
söngva hefja af innri þörf. Undirleikinn annast sjórinn,
yrkir stormur lag og brag.
Þúsund radda klettakórinn
kyrjar þarna nótt og dag.
Hömrum krýndi Herjólfsdalur,
hátíðanna meginstöð,
skín nú eins og skemmtisalur,
skreytt er fánum tjalda röð.
Njótum dagsins, hrund og halur,
hresst og yngd við sólarböð.
Truflar enginn súgur svalur
söngva hefjum frjáls og glöð.
Hundruð fólks á staðinn streymir,
stundin sú er mörgum kær.
Saga engum gögnum gleymir
þótt gamli tíminn liggi fjær,
skyggnan anda örlög dreymir, atburðirnir færast nær:
Stærstu rökin staðreynd geymir,
stóð hér forðum Herjólfs bær.
Rústir hans úr rökkri alda
risið hafa í nýja tíð,
þar sem skriðan kletta kalda
kviksett hafði fé og lýð.
Sögn er krummi kænn og vitur
konu einni lífið gaf,
meðan urðarbyljan bitur
bóndans setur hlóð í kaf.
Hamragarðsins hæsti tindur,
hjúpaður fjarskans bláa lit,
um þig leikur vatn og vindur,
vanur súg og fjaðraþyt.
Veit ég margan grípur geigur
gægjast fram af hárri brún,
þar sem aðeins fuglinn fleygur
flögrar yfir strandbergs hún.
Yfir þessu undralandi
einhver töfraljómi skín,
sem perludjásn á bylgjubandi
blómgar eyjar njóta sín.
Sær og vindur síherjandi
sverfa fuglabjörgin þín.
Þó er sem vaki vermdarandi,
veiði svo hér aldrei dvín.
Njóttu allra góðra gjafa,
glæsilega eyjan vor,
meðan röðulrúnir stafa
Ránar-flöt og klettaskor.
F'öður, móður, ömmu og afa
enn þá greinast mörkuð spor.
Æskan má ei vera í vafa
að vernda drengskap, kraft og þor.
Sit ég hér á sumarkveldi,
silfrar jörðu döggin tær,
vestrið líkt og upp af eldi
aftanroða á fjöllin slær.
Nóttin vefur dökka dúka,
dularfull og rökkurhljóð.
Blítt í sumarblænum mjúka
báran kveður vögguljóð.
Meginflokkur: Ljóð | Aukaflokkar: Menning og listir, Minningar, Vestmannaeyjar | 21.12.2013 | 22:59 | Facebook
Færsluflokkar
- Aðventan
- Áramótahljóð
- Birds
- Bílar og akstur
- Bloggar
- Bækur
- Cars and engines
- China
- Dægurmál
- Environmental sounds
- Ferðalög
- Fuglar
- Grímsey
- Heilsa og heilsuvernd
- Heimilishljóð
- Hjólreiðar
- Hringitónar - Ringtones
- Kínversk málefni
- Kínversk tónlist
- Kveðskapur og stemmur
- Lífstíll
- Ljóð
- Lystisemdir lífsins
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Minningar
- Music
- Religion
- Reykjavík
- Samgöngur
- Seltjarnarnes
- Sjórinn
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- Strandabyggð
- Sögur af sjó
- Tónlist
- Trúmál
- Umhverfishljóð
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Útvarp
- Vatnið
- Veitingahús
- Veraldarvefurinn
- Vestmannaeyjar
- Vélar
- Viðtöl
- Vindurinn - The wind
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Water and waterfalls
- Wind
- Þjóðlegur fróðleikur
Bloggvinir
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.1.): 3
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 19
- Frá upphafi: 65352
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 10
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning